Bregðast við löngum samningum Chelsea og breyta fjárhagsreglunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 23:31 Mykhailo Mudryk gekk í raðir Chelsea fyrir 89 milljónir punda, en þar sem hann skrifaði undir átta og hálfs árs langan samning getur Chelsea dreift kostnaðinum og metið hann á ellefu milljónir á ári. Laurence Griffiths/Getty Images Evrópska knattspyrnusambandið UEFA mun bregðast við löngum samningum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea með því að gera breytingu á fjárhagsreglum sambandsins, FFP (e. Financial Fair Play). Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýja leikmenn á undanförnum mánuðum og margir þeirra skrifa undir virkilega langa samninga. Þannig getur félagið dreift kostnaðinum yfir samningstíman þegar liðið skilar inn ársreikningum sínum. Nýjasta dæmið um þetta er samningur félagsins við úkraínska leikmanninn Mykhailo Mudryk. Mudrik kom til félagsins frá Shakhtar Donetsk fyrr í þessum mánuði á 89 milljónir punda, en þar sem hann skrifaði undir átta og hálfs árs langan samning er hann aðeins metinn á ellefu milljónir á ári á meðan samningstímanum stendur. 🗣 "You take that £80m cost, you divide that over 8 and a half years and it works out to be just over £10m a year and that appears to be the Chelsea strategy."@KieranMaguire explains how Chelsea are able to sign Mudryk and many others without breaching the FFP pic.twitter.com/hKzjBWDf0w— Football Daily (@footballdaily) January 16, 2023 UEFA ætlar sér því að setja á laggirnar fimm ára reglu sem felur í sér að ekki megi dreifa kostnaðinum á meira en fimm ár. Félög munu þó enn geta gert lengri samninga við leikmenn á grundvelli breskra laga, en eins og áður segir geta þau ekki dreift kostnaðinum á allan samningstímann ef hann er lengri en fimm ár. Reglubreytingin mun taka gildi í sumar og mun ekki hafa áhrif á samninga sem nú þegar hafa verið gerðir. Enski boltinn Fótbolti UEFA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýja leikmenn á undanförnum mánuðum og margir þeirra skrifa undir virkilega langa samninga. Þannig getur félagið dreift kostnaðinum yfir samningstíman þegar liðið skilar inn ársreikningum sínum. Nýjasta dæmið um þetta er samningur félagsins við úkraínska leikmanninn Mykhailo Mudryk. Mudrik kom til félagsins frá Shakhtar Donetsk fyrr í þessum mánuði á 89 milljónir punda, en þar sem hann skrifaði undir átta og hálfs árs langan samning er hann aðeins metinn á ellefu milljónir á ári á meðan samningstímanum stendur. 🗣 "You take that £80m cost, you divide that over 8 and a half years and it works out to be just over £10m a year and that appears to be the Chelsea strategy."@KieranMaguire explains how Chelsea are able to sign Mudryk and many others without breaching the FFP pic.twitter.com/hKzjBWDf0w— Football Daily (@footballdaily) January 16, 2023 UEFA ætlar sér því að setja á laggirnar fimm ára reglu sem felur í sér að ekki megi dreifa kostnaðinum á meira en fimm ár. Félög munu þó enn geta gert lengri samninga við leikmenn á grundvelli breskra laga, en eins og áður segir geta þau ekki dreift kostnaðinum á allan samningstímann ef hann er lengri en fimm ár. Reglubreytingin mun taka gildi í sumar og mun ekki hafa áhrif á samninga sem nú þegar hafa verið gerðir.
Enski boltinn Fótbolti UEFA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira