Vill að stærsti flokkurinn fái að ráða öllu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. janúar 2023 17:00 Alberto Nuñez Feijóo tók við formennsku í Lýðflokknum í byrjun apríl í fyrra. Hann freistar þess á þessu ári að koma sósíalistum frá völdum í þingkosningum sem fara fram síðla árs og leiða Lýðflokkinn aftur til valda. Eduardo Parra/Getty Images Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara. Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk. Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Risastórt kosningaár hafið á Spáni Nýhafið ár er stórt kosningaár á Spáni. Nánar tiltekið þrefalt kosningaár. Í lok maí fara fram kosningar í öllum 8.112 sveitarfélögum Spánar og þá verður einnig gengið til kosninga í sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, en þau eru afar sjálfstæð og reka sjálfstæða stefnu í mjög stórum málaflokkum á borð við mennta- og heilbrigðismál. Loks verða þingkosningar undir lok ársins þar sem sósíalistar freista þess að halda stjórnartaumunum, en hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn sækir hart að honum. Þessir tveir flokkar eru algerir turnar í spænskum stjórnmálum og skiptast nokkurn veginn á að leiða ríkisstjórn í samstarfi við ýmsa smáflokka. Vill að stærsti flokkurinn ráði öllu Það hefur því vakið mikla athygli hér í byrjun árs að leiðtogi Lýðflokksins, Alberto Núñez Feijóo hefur sett fram þá róttæku tillögu að í sveitarstjórnarkosningum verði komið á því fyrirkomulagi að flokkurinn sem einfaldlega fái flest atkvæði fái að ráða. Hann fá bæjar- eða borgarstjórastólinn og svo ráði sá flokkur hreinlega því sem hann vilji ráða næstu fjögur árin. Mætir andstöðu innan flokks og utan Það er óhætt að segja að tillagan hefur vakið upp háværar umræður og blendin viðbrögð. Hún þykir ekki beint geisla af lýðræðisást og því sæta andstæðingar Lýðflokksins lagi og benda á að tillagan komi frá lóðréttu afsprengi Falangistaflokks Francos sem var einráður í landinu í tæp 40 ár á síðustu öld. Flokkurinn hefur í önnur 40 ár reynt að þurrka út tengingar sínar við Franco, en þessi tillaga gerir fátt nema skerpa þá minningu. Vinstri flokkarnir hafa afgreitt tillöguna sem slæman brandara, og tillagan hefur einnig fengið blendnar viðtökur innan Lýðflokksins. Sjálfur segir Feijóo að hann vonist eftir stuðningi sósíaldemókrata við tillöguna, og þá í trausti þess að þannig takist þessum tveimur flokkum í rauninni að koma á nokkurs konar 2ja flokka kerfi í sveitastjórnarmálum, þar sem annað hvort Lýðflokkurinn eða sósíalistar færu með öll völd og þessir stóru flokkar gætu hætt að þurfa að gera alls kyns hrossakaup við smærri flokka til að ná völdum. Öfgahægriflokkur eykur áhrif sín Fréttaskýrendur benda margir sömuleiðis á að Feijóo gæti í aðra röndina verið að leggja þetta til af ótta við að þurfa í vaxandi mæli eftir kosningarnar í vor, að leita eftir samstarfi við öfgahægriflokkinn VOX sem vex með ógnarhraða, en um þriðjungur spænsku þjóðarinnar skilgreinir þann flokk sem hreinræktaðan fasistaflokk.
Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira