Réðst á og kýldi starfsmann 66°Norður Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2023 16:11 Árásin átti sér stað í verslun 66°Norður í Miðhrauni í Garðabæ. 66°Norður Ráðist var á starfsmann verslunar 66°Norður í Miðhrauni fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði reynt að ræna úr versluninni. Forstjórinn segir starfsmenn hafa gert allt rétt miðað við aðstæður og þakkar lögreglunni fyrir fagleg vinnubrögð. Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi. Lögreglumál Garðabær Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi.
Lögreglumál Garðabær Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira