„Ætla að vera með stráknum mínum eins lengi og ég fæ“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 10:26 Helga Ingibjörg sagði sögu sína í þættinum Ísland í dag. Stöð 2 Það var verst að missa hárið en jákvæðnin mun koma mér í gegnum krabbameinið segir baráttukonan Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, 35 ára einstæð móðir sex ára drengs. „Fyrst árið 2020 finn ég lítinn hnút í vinstra brjósti. Mér fannst þetta skrítið svo ég fór til heimilislæknis og fékk tíma í brjóstamyndatöku.“ Sagt að þetta væri eðlilegt Kerfið hér á landi virkar þannig að konur undir fertugu þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og fá tilvísun í myndatöku. „Þau segja mér að þetta sé bara bólginn brjóstakirtill, ég var búin að ganga í gegnum meðgöngu og þeir segja að þetta sé alveg eðlilegt. Ég hlustaði bara og fer svo bara mína leið. Hann segir mér að vera ekkert að pæla í þessu, þetta sé bara eðlilegt.“ Helga Ingibjörg sagði frá reynslu sinni í Ísland í dag og má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Eins og högg í magann Haustið 2022 fór hún að hafa áhyggjur því hún fann ennþá fyrir einhverju sem átti ekki að vera þar. Fór hún þá aftur til læknis. Eftir myndatöku var gerð ómun. „Áður en ég næ að segja eitthvað segir hún, ég ætla að taka sýni úr þessu, þetta er eitthvað grunsamlegt. Það var eins og ég væri kýld í magann.“ Helga Ingibjörg fékk svo símtal í vinnuna þar sem henni var sagt að hún þyrfti að mæta í tíma til brjóstaskurðlæknis eftir helgi til að ræða niðurstöður myndatökunnar. Hún mátti ekki fá niðurstöðurnar í gegnum síma og varð þá strax hrædd. „Ég fékk bara áfall þarna. Ég byrja bara hysterískt að grenja.“ Niðurstaðan var brjóstakrabbamein Fjölskyldan fór saman upp í sumarbústað þar sem Helga Ingibjörg fór í gegnum erfiðan tíma. „Ég leyfði mér að grenja, ég leyfði mér að hlæja, ég leyfði mér að vera ógeðslega reið. Ég var svo reið að ég öskraði á tímabili.“ Á mánudeginum tilkynnti læknirinn að hún væri með illkynja æxli í vinstra brjósti. „Að það þyrfti að skera það í burtu og ég þyrfti að fara í lyfjameðferð. Allan þann pakka.“ Hún segir að kerfið hafi gripið sig nokkuð vel. „Mín upplifun er að maður þarf að berjast svolítið með kjafti og klóm til að fá kannski viðeigandi aðstoð.“ Helga Ingibjörg tekur þátt í Lífið er núna átaki Krafts sem hófst í dag.Kraftur/Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir Laufabrauð og rakvél Hún þurfti í ferlinu að taka stórar ákvarðanir, eins og hvort hún vildi láta frysta úr sér egg til að eiga möguleika á að eignast börn í framtíðinni. Hármissirinn reyndist henni erfiður. „Ég var löngu búin að ákveða að 6. desember ætlaði ég að raka af mér hárið.“ Þann dag héldu þau fjölskyldumatarboð, gerðu saman laufabrauð og svo fékk hárið að fjúka. „Mig langaði helst að snúa við og hlaupa út. Mér leið eins og ég væri á tíu metra háum kletti á leiðinni að hoppa út í sjó“ Óvissan erfið Helga Ingibjörg segir að sonurinn hafi átt erfitt með breytinguna í byrjun, en hún hafi þá þurft að vera sterk fyrir hann. „Þegar það voru allir í áfalli þegar ég fæ greininguna, fannst mér ég stundum þurfa að hughreysta suma.“ Helga Ingibjörg er nú í miðri krabbameinsmeðferð og ætlar sér að sigra þessa baráttu. „Það koma alveg tímar þar sem ég er hrædd. Maður verður hræddur í óvissunni. Krabbamein er óútreiknanlegur sjúkdómur.“ Hún segir að sonurinn sé að koma henni í gegnum þetta. „Ég ætla mér að sigra þetta verkefni og vera með stráknum mínum eins lengi og ég fæ.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira
„Fyrst árið 2020 finn ég lítinn hnút í vinstra brjósti. Mér fannst þetta skrítið svo ég fór til heimilislæknis og fékk tíma í brjóstamyndatöku.“ Sagt að þetta væri eðlilegt Kerfið hér á landi virkar þannig að konur undir fertugu þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og fá tilvísun í myndatöku. „Þau segja mér að þetta sé bara bólginn brjóstakirtill, ég var búin að ganga í gegnum meðgöngu og þeir segja að þetta sé alveg eðlilegt. Ég hlustaði bara og fer svo bara mína leið. Hann segir mér að vera ekkert að pæla í þessu, þetta sé bara eðlilegt.“ Helga Ingibjörg sagði frá reynslu sinni í Ísland í dag og má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Eins og högg í magann Haustið 2022 fór hún að hafa áhyggjur því hún fann ennþá fyrir einhverju sem átti ekki að vera þar. Fór hún þá aftur til læknis. Eftir myndatöku var gerð ómun. „Áður en ég næ að segja eitthvað segir hún, ég ætla að taka sýni úr þessu, þetta er eitthvað grunsamlegt. Það var eins og ég væri kýld í magann.“ Helga Ingibjörg fékk svo símtal í vinnuna þar sem henni var sagt að hún þyrfti að mæta í tíma til brjóstaskurðlæknis eftir helgi til að ræða niðurstöður myndatökunnar. Hún mátti ekki fá niðurstöðurnar í gegnum síma og varð þá strax hrædd. „Ég fékk bara áfall þarna. Ég byrja bara hysterískt að grenja.“ Niðurstaðan var brjóstakrabbamein Fjölskyldan fór saman upp í sumarbústað þar sem Helga Ingibjörg fór í gegnum erfiðan tíma. „Ég leyfði mér að grenja, ég leyfði mér að hlæja, ég leyfði mér að vera ógeðslega reið. Ég var svo reið að ég öskraði á tímabili.“ Á mánudeginum tilkynnti læknirinn að hún væri með illkynja æxli í vinstra brjósti. „Að það þyrfti að skera það í burtu og ég þyrfti að fara í lyfjameðferð. Allan þann pakka.“ Hún segir að kerfið hafi gripið sig nokkuð vel. „Mín upplifun er að maður þarf að berjast svolítið með kjafti og klóm til að fá kannski viðeigandi aðstoð.“ Helga Ingibjörg tekur þátt í Lífið er núna átaki Krafts sem hófst í dag.Kraftur/Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir Laufabrauð og rakvél Hún þurfti í ferlinu að taka stórar ákvarðanir, eins og hvort hún vildi láta frysta úr sér egg til að eiga möguleika á að eignast börn í framtíðinni. Hármissirinn reyndist henni erfiður. „Ég var löngu búin að ákveða að 6. desember ætlaði ég að raka af mér hárið.“ Þann dag héldu þau fjölskyldumatarboð, gerðu saman laufabrauð og svo fékk hárið að fjúka. „Mig langaði helst að snúa við og hlaupa út. Mér leið eins og ég væri á tíu metra háum kletti á leiðinni að hoppa út í sjó“ Óvissan erfið Helga Ingibjörg segir að sonurinn hafi átt erfitt með breytinguna í byrjun, en hún hafi þá þurft að vera sterk fyrir hann. „Þegar það voru allir í áfalli þegar ég fæ greininguna, fannst mér ég stundum þurfa að hughreysta suma.“ Helga Ingibjörg er nú í miðri krabbameinsmeðferð og ætlar sér að sigra þessa baráttu. „Það koma alveg tímar þar sem ég er hrædd. Maður verður hræddur í óvissunni. Krabbamein er óútreiknanlegur sjúkdómur.“ Hún segir að sonurinn sé að koma henni í gegnum þetta. „Ég ætla mér að sigra þetta verkefni og vera með stráknum mínum eins lengi og ég fæ.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira