Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2023 21:00 Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir var einn þeirra sem hélt erindi á Læknadögum í dag. Vísir/Ívar Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30