Innlent

Bein út­sending: Staða fæðuöryggis á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mun setja þingið.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mun setja þingið. Vísir/Ívar Fannar

„Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi?“ er yfirskrift málþings sem atvinnuvegaráðuneytið stendur fyrir í Hörpu í dag.

Málþingið stendur milli klukkan 14 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu segir að Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sé stjórnandi málþingsins þar sem kynntar verði tvær nýjar skýrslur um fæðuöryggi sem hafa verið unnar fyrir atvinnuvegaráðuneytið.

  • Skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands eftir Torfa Jóhannesson sem fjallar um neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu.
  • Skýrsla Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands segir frá tillögum að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi. Höfundar eru Sara Björg Guðjónsdóttir, María Guðjónsdóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson.
  • Einnig verður kynnt nýtt mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem er unnið af Torfa Jóhannessyni og og Ullu Agerskov hjá Nordic Insights.

Á þinginu verða pallborðsumræður þar sem verður farið yfir stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Þátttakendur koma úr atvinnulífinu, háskólasamfélaginu og stjórnkerfinu.

Dagskrá

14.00 - Setning málþings – Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra

14.15 - Torfi Jóhannesson kynnir mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi ásamt skýrslu um neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu.

14.40 - Pallborð - Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi?

  • Sigurður Helgi Birgisson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins
  • Guðrún Hulda Pálsdóttir fyrrum ritstjóri Bændablaðsins og meistaranemi
  • Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights og höfundur skýrslu um um neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu

15.00 - Kaffihlé

15.10 - Ólafur Ögmundarson, dósent við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ kynnir skýrslu um tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi

15.30 – Pallborð - Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar?

  • Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ
  • Hinrika Sandra Ingimundardóttir, verkefnisstjóri á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
  • Jóhanna Eyrún Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum
  • Ólafur Ögmundarson , dósent við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ

15.55 – Lokaorð - Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra

16.00 – Þinglok




Fleiri fréttir

Sjá meira


×