Draumaþvottahúsið er að finna í þessu fallega húsi í Hafnarfirði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. janúar 2023 11:30 Þessi glæsilega eign í Hafnarfirði leitar nýs eiganda. Við Brekkuás í Hafnarfirði stendur glæsilegt 428 fermetra einbýli á tveimur hæðum sem leitar nú nýs eiganda. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, stór stofa, rúmgóð borðstofa, gestasnyrting, þrjú baðherbergi, stórar svalir til norðurs með frábæru útsýni frá efri hæð og eldhús með tvöföldum ísskáp, eyju og vínkæli. Þá er að finna rúmgóða geymslu, bílskúr og 50 fermetra gluggalaust rými sem hægt er að nota sem geymslu, hobbýherbergi eða jafnvel líkamsræktarsal. Í húsinu er einnig að finna sannkallað draumaþvottahús. Það er einstaklega rúmgott, með nægu skápa- og vinnuplássi. Innréttingin rúmar tvær þvottavélar og þurrkara í vinnuhæð. Húsið er einstaklega smekklegt og bjart, með gólfsíðum gluggum sem snúa til norðurs. Úr eldhúsi er útgengt á stóran bambuspall sem vísar í suður. Þá er einnig útgengt út í garð af neðri hæð. Garðurinn er pallalagður að hluta og er með heitum potti. Ásett verð er 214,7 milljónir en fasteignamat hússins er tæpar 183 milljónir. Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis. Húsið er við Brekkuás 21. Forstofan er flísalögð með góðu skápaplássi. Í eldhúsinu er eyja með Quarts borðplötu. Þar er að finna tvöfaldan ísskáp og vínkæli. Útgengt er úr eldhúsi á verönd með bambuspalli. Gólfsíðir gluggar gera það að verkum að stofan er opin og björt. Húsið er á tveimur hæðum. Fjögur baðherbergi eru í húsinu. Húsið var byggt árið 2014. Búið er að setja upp álklædda stálgrind fyrir gasarin. Ítalskur marmari á borðum með innfelldum handlaugum. Rúmgott baðherbergi. Flísar eru á gólfi og veggjum að hluta. Á neðri hæð hússins eru þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi sem eru öll flísalögð. Rúmgott þvottahús með nægu vinnuplássi. Líklega draumur margra. Notaleg sjónvarpsstofa. Frábært útsýni. Við húsið er garður sem er pallalagður að hluta, með heitum potti. Hús og heimili Hafnarfjörður Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, stór stofa, rúmgóð borðstofa, gestasnyrting, þrjú baðherbergi, stórar svalir til norðurs með frábæru útsýni frá efri hæð og eldhús með tvöföldum ísskáp, eyju og vínkæli. Þá er að finna rúmgóða geymslu, bílskúr og 50 fermetra gluggalaust rými sem hægt er að nota sem geymslu, hobbýherbergi eða jafnvel líkamsræktarsal. Í húsinu er einnig að finna sannkallað draumaþvottahús. Það er einstaklega rúmgott, með nægu skápa- og vinnuplássi. Innréttingin rúmar tvær þvottavélar og þurrkara í vinnuhæð. Húsið er einstaklega smekklegt og bjart, með gólfsíðum gluggum sem snúa til norðurs. Úr eldhúsi er útgengt á stóran bambuspall sem vísar í suður. Þá er einnig útgengt út í garð af neðri hæð. Garðurinn er pallalagður að hluta og er með heitum potti. Ásett verð er 214,7 milljónir en fasteignamat hússins er tæpar 183 milljónir. Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á fasteignavef Vísis. Húsið er við Brekkuás 21. Forstofan er flísalögð með góðu skápaplássi. Í eldhúsinu er eyja með Quarts borðplötu. Þar er að finna tvöfaldan ísskáp og vínkæli. Útgengt er úr eldhúsi á verönd með bambuspalli. Gólfsíðir gluggar gera það að verkum að stofan er opin og björt. Húsið er á tveimur hæðum. Fjögur baðherbergi eru í húsinu. Húsið var byggt árið 2014. Búið er að setja upp álklædda stálgrind fyrir gasarin. Ítalskur marmari á borðum með innfelldum handlaugum. Rúmgott baðherbergi. Flísar eru á gólfi og veggjum að hluta. Á neðri hæð hússins eru þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi sem eru öll flísalögð. Rúmgott þvottahús með nægu vinnuplássi. Líklega draumur margra. Notaleg sjónvarpsstofa. Frábært útsýni. Við húsið er garður sem er pallalagður að hluta, með heitum potti.
Hús og heimili Hafnarfjörður Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira