Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2023 14:58 EPA/JUSTIN LANE Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. Fréttaveitan segir að framkvæmdastjórnin muni senda yfirlýsingu til Microsoft á komandi vikum. Þar verður farið yfir af hverju stofnunin er mótfallin kaupunum. Í yfirlýsingu til Reuters segja talsmenn Microsoft að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni náið með framkvæmdastjórninni að því að mæta áhyggjum eftirlitsaðila og yfirvalda. Markmið fyrirtækisins sé að veita fleira fólki aðgang að fleiri tölvuleikjum og kaupin muni hjálpa við það. Microsoft tilkynnti að 69 milljarða dala kauptilboð í AB hefði verið samþykkt og að búið væri að skrifa undir samkomulag um sameiningu fyrirtækjanna. Sjá einnig: Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Sameining Microsoft og Activision Blizzard yrði sú stærsta í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum myndi Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch og World of Warcraft. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) sagði að desember að staða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC vísar meðal annars í það að Microsoft ætli að gera komandi leiki fyrirtækisins Zenimax, sem Microsoft keypti fyrir nokkrum árum, eingöngu fáanlega á Xbox eða PC tölvur. Þannig hafi forsvarsmenn fyrirtækisins þegar sýnt að þeir séu tilbúnir til að beita góðri stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum. Yfirvöld í Bretlandi hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna kaupanna. Forsvarsmenn Microsoft gerðu nýverið samkomulag við Nintendo um að Call of Duty leikirnir, sem eru einhverjir vinsælustu leikir heims, verði gerðir aðgengilegir á leikjatölvum Nintendo næstu tíu árin. Leikirnir eiga einnig að vera aðgengilegir á Steam í framtíðinni, sem er leikjaveita í samkeppni við Microsoft. Áðurnefndir forsvarsmenn Microsoft segja tilbúnir til að gera sambærilegt samkomulag við Sony, um að halda COD-leikjum á PlayStation leikjatölvunum. Microsoft Sony Leikjavísir Evrópusambandið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fréttaveitan segir að framkvæmdastjórnin muni senda yfirlýsingu til Microsoft á komandi vikum. Þar verður farið yfir af hverju stofnunin er mótfallin kaupunum. Í yfirlýsingu til Reuters segja talsmenn Microsoft að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni náið með framkvæmdastjórninni að því að mæta áhyggjum eftirlitsaðila og yfirvalda. Markmið fyrirtækisins sé að veita fleira fólki aðgang að fleiri tölvuleikjum og kaupin muni hjálpa við það. Microsoft tilkynnti að 69 milljarða dala kauptilboð í AB hefði verið samþykkt og að búið væri að skrifa undir samkomulag um sameiningu fyrirtækjanna. Sjá einnig: Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Sameining Microsoft og Activision Blizzard yrði sú stærsta í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum myndi Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch og World of Warcraft. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) sagði að desember að staða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC vísar meðal annars í það að Microsoft ætli að gera komandi leiki fyrirtækisins Zenimax, sem Microsoft keypti fyrir nokkrum árum, eingöngu fáanlega á Xbox eða PC tölvur. Þannig hafi forsvarsmenn fyrirtækisins þegar sýnt að þeir séu tilbúnir til að beita góðri stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum. Yfirvöld í Bretlandi hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna kaupanna. Forsvarsmenn Microsoft gerðu nýverið samkomulag við Nintendo um að Call of Duty leikirnir, sem eru einhverjir vinsælustu leikir heims, verði gerðir aðgengilegir á leikjatölvum Nintendo næstu tíu árin. Leikirnir eiga einnig að vera aðgengilegir á Steam í framtíðinni, sem er leikjaveita í samkeppni við Microsoft. Áðurnefndir forsvarsmenn Microsoft segja tilbúnir til að gera sambærilegt samkomulag við Sony, um að halda COD-leikjum á PlayStation leikjatölvunum.
Microsoft Sony Leikjavísir Evrópusambandið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira