Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 15:30 Nanna Bryndís, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er viðmælandi í fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2 Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum
Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp