Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 15:30 Nanna Bryndís, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er viðmælandi í fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2 Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Í þættinum fóru Nanna og Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttarins, meðal annars á heimaslóðir Nönnu í Garðinum á Suðurnesjum. Þau fóru yfir ferilinn, allt frá því að hljómsveitin Of Monsters And Men sigraði Músíktilraunir árið 2010 og þar til sveitin varð ein sú frægasta sem Ísland hefur getið af sér. Nanna skaust fram á sjónarsviðið sem söngkona hljómsveitarinnar fyrir tólf árum síðan. Síðan þá hefur hún farið á tónleikaferðalög um allan heim, fyllt hverja tónleikahöllina á fætur annarri og spilað í þáttum á borð við Jay Leno, Saturday Night Live og The Tonight Show með Jimmy Fallon. „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Í þættinum kemur Nanna meðal annars inn á það þegar lag hljómsveitarinnar var notað í Ben Stiller myndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var geggjað. Það var ógeðslega gaman að fá að vera með þar,“ segir Nanna sem hitti þó aldrei Ben Stiller sjálfan. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann hitt einhvern svo frægan að hún hafi orðið stjörnustrokin (e. starstruck) segir Nanna: „Ég gleymi öllu svona, ég er rosaleg. Einhvern tímann sá ég Robert Smith úr The Cure og ég hljóp í burtu af því ég var svo stressuð. Ég verð bara eins og einhver kleina í svona aðstæðum.“ Hitti átrúnaðargoðið og byrjaði að rappa Til að undirstrika það hve vandræðaleg hún getur orðið í svona aðstæðum segir Nanna frá því þegar hún hitti tónlistarmanninn Bon Iver, sem er eitt af hennar átrúnaðargoðum. Þau hittust í partíi og Nanna manaði sig upp í það að labba upp að honum og biðja um mynd á polaroid myndavélina sína, en hún átti aðeins eina mynd eftir á filmunni. „Oh! Af hverju er ég að fara að segja þessa sögu? Ég var eitthvað svo stressuð að ég byrjaði að rappa fyrir hann.“ Nanna gekk upp að Bon Iver og spurði hvort hún mætti fá mynd af sér með honum. Hún sagði honum að hún ætti bara eina mynd eftir á myndavélinni og þau hefðu því aðeins eitt tækifæri. Ósjálfrátt byrjaði hún svo að rappa bút úr laginu Lose Yourself með Eminem fyrir átrúnaðargoðið: „You only get one shot, do not miss your chance to blow. This opportunity comes once in a lifetime.“ „Æ shit hvað þetta var ógeðslega vandræðalegt,“ segir Nanna. Klippa: Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum
Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Of Monsters and Men Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. 13. janúar 2023 15:50