Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2023 19:36 Reynir Þór Hübner, Íslendingur búsettur í Stokkhólmi, fékk rafmagnsreikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur, eða um 180 þúsund íslenskar krónur. Aðsend Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir. Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir.
Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira