Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 15:48 Andri er hér fremst á myndinni ásamt samstarfsfélögum sínum hjá Play. Aðsend Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“ Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Öryggisávarpið sem farið er með í byrjun flugferða er eitthvað sem flestir þykjast kunna utanbókar og forðast að fylgjast með. Oft hefur fólk skellt í sig heyrnartólum og kveikt á bíómynd, tilbúið að komast í frí eða heim úr fríi. Andri Davíð Pétursson, yfirflugliði hjá flugfélaginu Play, virðist þó hafa fundið út úr því hvernig á að fá fólk til að hlusta á ávarpið. Hann fer með eftirhermur. Andri er yfirflugliði hjá Play. Í flugferð Play frá Tenerife til Keflavíkur höfðu einhverjir farþegar verið búnir að loka augunum og kveikja á bíómynd þegar þeir heyrðu hlátrasköll frá öðrum farþegum vélarinnar. Einn farþegi lýsti því fyrir fréttastofu þegar hann tók heyrnartólin úr eyrunum og heyrði sænsku. Lars og Magnús Hlynur mættir Þá hafði Andri leikið sænska knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck þegar hann fór með ávarpið á ensku. Vélin hló með og að lokum sagðist Andri ætla að bjóða farþegum upp á einhverja góða eftirhermu þegar ávarpið væri flutt á íslensku. Því næst tilkynnti Andri að hann myndi leika fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson. Klippa: Fer með öryggisávarp sem Magnús Hlynur Myndband af ávarpinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farþegar vélarinnar hlógu og hlógu á meðan Andri sagði að það að festa sætisbeltið færi ekki ósvipað því að strengja gjörð utan um fimm metra hest frá Miðhúsum. Eftirhermur til Tenerife en ekki til Berlínar Í samtali við fréttastofu segist Andri ekki gera þetta í hverri einustu flugferð heldur verði að vera rétta „crowd-ið“. Farþegar á leið til og frá Tenerife séu til dæmis mjög léttir og skemmtilegir. „Ég er ekki að vinna mikið með þetta í Berlínar morgunflugi sko. Með fullri virðingu fyrir Þjóðverjum,“ segir Andri. Fólk tekur ávallt vel í eftirhermur hans en hann hefur einungis látið reyna á Lars og Magnús Hlyn, fyrir utan eitt skipti þegar hann tók David Attenborough eftirhermu og spilaði frumskógarhljóð í kallkerfinu. Hann segist þó eiga eftir að vinna aðeins í þeirri eftirhermu. „Þetta er í raun gert til að setja svo lítið tóninn fyrir flugið. Góður hlátur léttir alltaf stemninguna. Fyrir vikið verður flugið yfirleitt alltaf mikið skemmtilegra,“ segir Andri. Eru fleiri eftirhermur í vinnslu? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Fólk verður að fljúga með Play og sjá hvað kemur.“
Kanaríeyjar Play Keflavíkurflugvöllur Grín og gaman Fréttir af flugi Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira