Lisa Marie Presley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 06:16 Lisa Marie Presley lést í gærkvöldi. Getty Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. „Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014. Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
„Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014.
Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira