„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:58 Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Hrafnhildar P. Þorsteinsdóttur. Stöð 2 Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti
Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“