Meiri gjaldeyrisöflun dugði ekki til að mæta aukinni eyðslu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2023 19:49 Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Sigurjón Ólason Þrjár helstu stoðir íslensks efnahagslífs, ferðaþjónustan, áliðnaðurinn og sjávarútvegurinn, skiluðu allar mun meiri gjaldeyrisstekjum í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um vöruskiptin við útlönd og rætt við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans. „Já, við höfum séð verðmæti útflutnings vera að aukast. Þar spilar inn í veikara gengi og líka hærra afurðaverð. Verð á sjávarafurðum mælist mjög hátt og að sama skapi hefur álverð verið að hækka,“ segir Una. Áliðnaðurinn skilaði meiri útflutningstekjum í fyrra en sjávarútvegurinn.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 349 milljörðum króna í fyrra en verðmæti álútflutnings 403 milljörðum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 18 prósent milli ára og verðmæti álútflutnings um 48 prósent og fór álið upp fyrir sjávarútveginn í útflutningstekjum. Tölur ársins um þjónustuviðskipti liggja ekki fyrir en þó segir Una ljóst að ferðaþjónustan sé stærsta útflutningsgreinin miðað við nýjar tölur um fjölda ferðamanna. „Við fengum cirka 1,7 milljón ferðamanna hingað til lands í fyrra, sem er mjög gott. Þá sjáum við að ferðamenn eru að dvelja lengur og eru að eyða meiru, sem er býsna jákvætt. Hagvöxturinn okkar er mjög næmur fyrir þeim fjölda ferðamanna, sem hingað koma. Þannig að það var mjög ánægjulegt að sjá það að þrátt fyrir stríð og verðbólgu, sem hefur ekki sést í áratugi, þá var áfram ferðavilji til staðar hjá fólki.“ En svo er það hin hliðin: Hvernig var farið með gjaldeyristekjurnar? Tölurnar sýna að landsmenn eyddu meiru í útlöndum en þeir öfluðu. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 323 milljörðum króna í fyrra.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig nam vöruútflutningur í fyrra 1.002 milljörðum króna en innflutningur 1.325 milljörðum, útflutningur jókst um 31 prósent en innflutningur um 33 prósent. Ójöfnuður á vöruskiptum nam 323 milljörðum en þá á eftir að taka inn þjónustuviðskiptin. „Við sjáum fram á halla á vöru- og þjónustuviðskiptum, meðal annars sökum þess að ferðagleði okkar hefur mælst mikil og við höfum verið dugleg að fara til útlanda. Svo er vöruinnflutningur bara mikill hér á landi. Við erum eyja. Við þurfum að flytja inn mjög mikið af þeim vörum sem við neytum dags daglega,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Sjávarútvegur Áliðnaður Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Ferðalög Verslun Landsbankinn Tengdar fréttir Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57 Krónan ekki veikari gegn evru í tvö ár þrátt fyrir inngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við stöðugri gengisveikingu krónunnar. Þetta voru fyrstu inngrip bankans í tvo mánuði en þrátt fyrir að hafa selt talsvert magn af gjaldeyri þá lækkaði gengi krónunnar engu að síður um liðlega eitt prósent gagnvart evrunni. 9. janúar 2023 18:09 Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. 30. nóvember 2022 09:48 Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. 17. nóvember 2022 13:59 Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. 19. október 2022 08:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um vöruskiptin við útlönd og rætt við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans. „Já, við höfum séð verðmæti útflutnings vera að aukast. Þar spilar inn í veikara gengi og líka hærra afurðaverð. Verð á sjávarafurðum mælist mjög hátt og að sama skapi hefur álverð verið að hækka,“ segir Una. Áliðnaðurinn skilaði meiri útflutningstekjum í fyrra en sjávarútvegurinn.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 349 milljörðum króna í fyrra en verðmæti álútflutnings 403 milljörðum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 18 prósent milli ára og verðmæti álútflutnings um 48 prósent og fór álið upp fyrir sjávarútveginn í útflutningstekjum. Tölur ársins um þjónustuviðskipti liggja ekki fyrir en þó segir Una ljóst að ferðaþjónustan sé stærsta útflutningsgreinin miðað við nýjar tölur um fjölda ferðamanna. „Við fengum cirka 1,7 milljón ferðamanna hingað til lands í fyrra, sem er mjög gott. Þá sjáum við að ferðamenn eru að dvelja lengur og eru að eyða meiru, sem er býsna jákvætt. Hagvöxturinn okkar er mjög næmur fyrir þeim fjölda ferðamanna, sem hingað koma. Þannig að það var mjög ánægjulegt að sjá það að þrátt fyrir stríð og verðbólgu, sem hefur ekki sést í áratugi, þá var áfram ferðavilji til staðar hjá fólki.“ En svo er það hin hliðin: Hvernig var farið með gjaldeyristekjurnar? Tölurnar sýna að landsmenn eyddu meiru í útlöndum en þeir öfluðu. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 323 milljörðum króna í fyrra.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig nam vöruútflutningur í fyrra 1.002 milljörðum króna en innflutningur 1.325 milljörðum, útflutningur jókst um 31 prósent en innflutningur um 33 prósent. Ójöfnuður á vöruskiptum nam 323 milljörðum en þá á eftir að taka inn þjónustuviðskiptin. „Við sjáum fram á halla á vöru- og þjónustuviðskiptum, meðal annars sökum þess að ferðagleði okkar hefur mælst mikil og við höfum verið dugleg að fara til útlanda. Svo er vöruinnflutningur bara mikill hér á landi. Við erum eyja. Við þurfum að flytja inn mjög mikið af þeim vörum sem við neytum dags daglega,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Sjávarútvegur Áliðnaður Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Ferðalög Verslun Landsbankinn Tengdar fréttir Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57 Krónan ekki veikari gegn evru í tvö ár þrátt fyrir inngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við stöðugri gengisveikingu krónunnar. Þetta voru fyrstu inngrip bankans í tvo mánuði en þrátt fyrir að hafa selt talsvert magn af gjaldeyri þá lækkaði gengi krónunnar engu að síður um liðlega eitt prósent gagnvart evrunni. 9. janúar 2023 18:09 Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. 30. nóvember 2022 09:48 Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. 17. nóvember 2022 13:59 Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. 19. október 2022 08:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01
Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57
Krónan ekki veikari gegn evru í tvö ár þrátt fyrir inngrip Seðlabankans Seðlabankinn beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við stöðugri gengisveikingu krónunnar. Þetta voru fyrstu inngrip bankans í tvo mánuði en þrátt fyrir að hafa selt talsvert magn af gjaldeyri þá lækkaði gengi krónunnar engu að síður um liðlega eitt prósent gagnvart evrunni. 9. janúar 2023 18:09
Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur Vöxtur vergrar landsframleiðslu (VLF) á föstu verðlagi er 7,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist raunvirði VLF um 7,4 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur er helsti drifkraftur hagvaxtar. 30. nóvember 2022 09:48
Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. 17. nóvember 2022 13:59
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10
Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. 19. október 2022 08:01