Tískumerkin greiða minna en svarar framleiðslukostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 08:42 Vanefndir tískumerkjanna koma verst niður á starfsmönnum verksmiðjanna. epa/Monirul Alam Margar tískufataverslanir hafa greitt verksmiðjum í Bangladesh minna fyrir vörur en sem svarar framleiðslukostnaðinum. Sérfræðingur segir þetta koma niður á starfsmönnum verksmiðjanna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum. Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Aberdeen University Business School og samtakanna Transform Trade. Rannsóknin náði til þúsund verksmiðja, þar sem stjórnendur sögðust enn vera að fá sömu upphæðir fyrir vörur og fyrir kórónuveirufaraldurinn, þrátt fyrir gríðarlega hækkun framleiðslukostnaðar. Einn af hverjum fimm sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða starfsmönnum sínum lágmarkslaun; rúm tvö pund fyrir daginn. Samkvæmt rannsókninni voru 90 prósent af stærri tískuvörumerkjum sem keyptu fatnað frá fjórum eða fleiri verksmiðjum sögð stunda óheiðarlega viðskiptahætti. Þar á meðal afpantanir, tafir á greiðslum og kröfur um afslátt. Þá greiddu sumir alls ekki fyrir þær vörur sem þeir pöntuðu. Muhammad Azizul Islam, prófessor við Aberdeen University, segir starfsmenn verksmiðjanna í Bangladesh ekki fá nóg greitt til að fæða sig og klæða, á sama tíma og hagnaður tískufyrirtækjanna hafi aukist. Hann segir stærri fyrirtækin verri en þau minni hvað varðar óheiðarlega viðskiptahætti. Allt að 85 prósent af útflutningstekjum Bangladesh eru tilkomnar vegna fataiðnaðarins og fleiri en 12 milljónir íbúa eru taldir eiga lífsviðurværi sitt undir iðnaðinum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 25 prósent verkafólks hafi misst vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Fiona Gooch, hjá Transform Trade, segir niðurstöðurnar „vakningu“; vanefndir viðskiptavina komi harðast niður á starfsfólki verksmiðjanna. Hún kallar eftir eftirliti með viðskiptaháttum fataiðnaðarins á Bretlandseyjum.
Bangladess Tíska og hönnun Verslun Neytendur Bretland Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira