Íslenski markaðurinn ekki lækkað meira frá því í hruninu Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 10:35 Slæm staða var uppi á hlutabréfamörkuðum víða um heim á síðasta ári. Vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 16,8% á nýliðnu ári sem er mesta lækkun frá því í bankahruninu árið 2008. Lækkunin nam 2,6% í desember síðastliðnum sem er svipað og að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%. Kauphöllin Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Árið 2022 var víða erfitt á mörkuðum og einkenndist af mikilli verðbólgu og hækkandi vöxtum. Á sama tíma hafa dökkar efnahagshorfur á heimsvísu dregið úr væntingum fjárfesta. Farið er yfir stöðuna í nýrri Hagsjá Landsbankans en vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,6% í desember og 0,4% í nóvember. Vísitalan hækkaði einungis yfir þrjá mánuði ársins og lækkaði hina níu mánuðina. Að sögn hagfræðideildar Landsbankans stýrðist verðþróunin á Íslandi að miklu leyti af verðþróuninni á erlendum mörkuðum og er viðbúið að hún verði áfram fyrir miklum áhrifum af þróun á öðrum hlutabréfamörkuðum. Víðast hvar rauðar tölur Fram kemur í hagsjá Landsbankans að langflestir erlendir hlutabréfamarkaðir hafi lækkað á síðasta ári og jafn almennar lækkanir hafi ekki sést frá árinu 2018. Bandaríski markaðurinn lækkaði um 19,4% í fyrra sem var mesta lækkun frá því í fjármálakreppunni 2008 og 2009. Hið sama á við um fleiri markaði á borð við þann hollenska, sænska og svissneska. Mestu lækkanir í fyrra voru á mörkuðum í Rússlandi (-39,2%), Þýskalandi (-25,6%) og Svíþjóð (-24,6%). Hlutabréfamarkaðir á evrusvæðinu lækkuðu um 14,4% og um 20,5% í löndum Evrópusambandsins. Alvotech og Origo hástökkvarar ársins Þegar horft er til íslenska hlutabréfamarkaðsins þá hækkaði Alvotech mest félaga á Aðallista Kauphallarinnar eða um 68% þegar félagið kom nýtt inn á listann í desember. Næst mest hækkaði Origo, eða um 15,8%, en þar á eftir kom Nova Klúbburinn með 9,1% hækkun. Af þeim tuttugu félögum á Aðallistanum sem komu ekki ný inn á markaðinn í fyrra var besta ávöxtunin hjá Origo sem hækkaði um 37,5% á árinu. Mest lækkaði Iceland Seafood, eða um 59,1%, en þar á eftir kom Marel með 43,9% lækkun. Þriðja mesta lækkunin var í Kviku banka sem fór niður um 29,1%.
Kauphöllin Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira