Í þágu upplýstrar umræðu Arnar Þór Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:00 Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Arnar Þór Jónsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Málfrelsið er súrefni lýðræðisins. Án málfrelsis getum við hvorki viðhaldið lýðræði né varið frelsi okkar. Hér er því allt undir: Ef lýðræðið glatast, tapast réttarríkið um leið. Þegar svo er komið erum við ekki lengur jöfn fyrir lögunum. Þegar geðþóttastjórn hefur leyst lögstjórn af hólmi taka menn sér vald án lagastoðar. Saga slíkra ríkja ber vitni um það hvernig öllu er rangsnúið: Mismunað er í nafni jafnréttis, ritskoðun og þöggun beitt í nafni verndar, frelsið afnumið í nafni undantekningarástands, réttarríkið afnumið undir yfirskini öryggis. Við tjáum okkur ekki aðeins í orðum, heldur einnig líkamlega. Mannleg tjáning grundvallast að miklu leyti á beinum samskiptum. Fyrir liggur að stjórnvöld hérlendis og erlendis hafa á síðustu misserum gert aðför að frjálsri tjáningu og hversdagslegum samskiptamáta fólks. Embættismenn og stjórnsýslustofnanir hafa brugðist skyldum sínum og unnið gegn tjáningarfrelsinu í stað þess að verja það. Alþjóðleg stórfyrirtæki og ríkisstjórnir hafa beitt áhrifum sínum og valdi gegn frjálsri tjáningu, kæft niður gagnrýnisraddir, ógnað og útskúfað þeim sýnt hafa viðleitni til að hugsa út fyrir kassann. Málfrelsissamtökin voru stofnuð til að verja undirstöður lýðræðis og borgaralegs frelsis. Í þeirri baráttu eignumst við nýja samherja, nýja vini. Þar vinna félagsmenn saman að því að vekja samborgara sína til vitundar um dýrmæti hins frjálsa rýmis. Félagið mun sinna þessu með útgáfu, fundahöldum, greinaskrifum og þátttöku félagsmanna í lifandi samfélagsumræðu. Nk. laugardag kl. 14 heldur félagið fund í Þjóðminjasafninu. Ræðumenn verða Toby Young, aðstoðarritstjóri Spectator, Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Ég hvet alla lýðræðisvini til að mæta, hvar í flokki sem þeir kunna að telja sig standa. Fundinum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar má finna á www.krossgotur.is Höfundur er lögmaður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar