Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2023 16:55 Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. „Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar. Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Við bjóðum Sesselíu innilega velkomna til starfa. Framkvæmastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála er ný staða innan fyrirtækisins og það er afar dýrmætt að fá eins reynslumikla manneskju og Sesselía er til starfa,“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. „Hún mun leiða sóknarvegferð okkar með áframhaldandi áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini á bæði einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Sesselía hefur viðamikla reynslu í umbreytingu á þjónustu með nýtingu á stafrænni tækni ásamt því að hafa unnið með mörg stór íslensk vörumerki. Við þekkjum Sesselíu vel og hún fyrirtækið því við höfum átt farsælt samstarf með henni í stjórn Sýnar frá mars á síðasta ári.“ Sesselía kemur til Sýnar frá Högum þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála. Hún hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri þjónustu- og markaða hjá Íslandspósti þar sem hún leiddi umfangsmiklar breytingar. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún stofnaði og rak fyrirtækið Red Apple Apartments. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í Alþjóðlegri markaðsfræði og vörumerkjastjórnun og hins vegar í Stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingar- og breytingarstjórnun. Að auki hefur Sesselía setið í fjölda stjórna og situr nú í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins AGR Dynamics. Sesselía mun hefja störf í byrjun febrúar. „Vodafone er spennandi þjónustufyrirtæki sem gerir yfir hundrað þúsund Íslendingum kleift að tengjast fólki og umheiminum á hverjum degi bæði í leik og starfi. Ég hef fengið að kynnast félaginu í gegnum stjórnarsetu síðasta árið og er ljóst að félagið byggir á sterkum grunni. Ég hef mikla trú á framtíðarvegferð fyrirtækisins og hlakka til að virkja sóknartækifærin með því flotta fólki sem þar starfar. Ég brenn fyrir framúrskarandi þjónustu og virku samtali við viðskiptavini og tel að reynsla mín og þekking eigi eftir að nýtast vel í þessu starfi,“ segir Sesselía í tilkynningu. Vísir er í eigu Sýnar.
Vistaskipti Kauphöllin Hagar Sýn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira