Fjölmiðlar í gíslingu stjórnmála Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. desember 2022 11:01 Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Alþingi Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun