Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 16:26 Íris og Lucas ásamt drengjunum sínum Indigo og Sky. Vísir/Vilhelm Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. „Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“ Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Þetta eru svakaleg tímamót. Virkilega. Eftir tíu ár erum við að loka dyrum. Það er síðasti dagurinn og við grátum með kúnnunum okkar í dag,“ segir Íris Ann Sigurðardóttir. Þau hjónin Lucas Keller settu staðinn á sölu í haust og réttur aðili fannst korter í jól. „Við erum spennt að hleypa nýjum aðila að.“ Staðurinn hefur verið afar vinsæll undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Íris segir þau hafa pælt lengi í því hvort þau vildi að annar aðili héldi áfram rekstri CooCoo's nest. „En við ákváðum að líklega væri best að loka staðnum með okkur. Þetta eru fastakúnnar og kærir vinir okkar sem ætla að taka við og kynna nýtt og spennandi dæmi eftir áramót.“ Þau hjónin ætli að sýna verkefninu mikinn stuðning og eru sannfærð um að staðurinn, þó hann verði allt annars eðlis, sé kominn í góðar hendur. Íris segir nánast hafa verið standandi kveðjupartý síðan staðurinn var settur á sölu í haust. Og fram undan hjá þeim? „Ég hef grínast með að ætla í fæðingarorlof, þótt ég sé ekki ólétt. Ég fór ekki í orlof á sínum tíma. Svona rekstri fylgir mikil viðvera,“ segir Íris en þau Lucas eiga tvö börn. Vesturbæingar hafa notið þess að skella sér á CooCoo's nest. Staðurinn hefur sömuleiðis verið vel sóttur af ferðamönnum.Vísir/Vilhelm Draumurinn sé að opna listasetur þar sem sameinast upplifun, tónlist og matur. „Okkur þykir vænt um samfélagið sem hefur skapast í kringum okkur. Okkur langar að finna leið til að halda því á lífi.“ Þá vilji þau sem listamenn finna tíma til að sinna listinni betur. „Dyrnar eru opnar. Ég trúi því að stundum sé gott að þvinga breytingar. Það getur boðað spennandi tíma.“
Veitingastaðir Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00