Rússar vilja undanþágu fyrir fatlaða íþróttamenn Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 11:31 Pavel Rozhkov, formaður Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. RPC Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur sótt um undanþágu frá útilokun þarlendra keppenda til Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. Forseti rússneska sambandsins segir þeir eigi að njóta vafans. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira