Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 20:32 Hildur Guðnadóttir tónskáld á Óskarsverðlaunahátíðinni 2020. Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein