Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 20:32 Hildur Guðnadóttir tónskáld á Óskarsverðlaunahátíðinni 2020. Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25