Fótbolti

Coman og Tchouaméni urðu fyrir kynþáttaníð eftir úrslitaleikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aurélien Tchouaméni varð fyrir kynþáttaníð eftir að hann misnotaði vítaspyrnu í úrslitaleik HM.
Aurélien Tchouaméni varð fyrir kynþáttaníð eftir að hann misnotaði vítaspyrnu í úrslitaleik HM. Julian Finney/Getty Images

Kingsley Com­an og Aurélien Tchouaméni, leikmenn franska landsliðsins í knattspyrnu, urðu báðir fyrir kynþáttaníð á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleik HM í knattspyrnu í gær.

Coman og Tchouaméni misnotuðu báðir vítaspyrnur sínar í vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í úrslitaleiknum. Argentína hafði að lokum betur, 4-2, eftir að staðan var 3-3 að lokinni framlengingu. Coman lét Emiliano Martínez, markvörð argentínska liðsins, verja frá sér, en spyrna Tchouaméni sigldi framhjá markinu.

Leikmennirnir eru báðir dökkir á hörund og þeirra biðu ljót skilaboð í kjölfar vítakeppninnar þar sem þeir urðu fyrir kynþáttaníð.

Kingsley Coman leikur með þýska stórveldinu Bayern München og félagið hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins.

„FC Bayern for­dæm­ir harðlega rasísk um­mæli sem var beint að Kingsley Com­an. Bayern fjöl­skyld­an stend­ur þétt við bakið á þér. Ras­ismi á sér eng­an til­vist­ar­rétt í íþrótt­um né sam­fé­lag­inu,“ segir í yf­ir­lýs­ing­unni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×