Fótbolti

Met: Meira en 44 milljónir líkuðu við heims­meistara­færslu Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ljósmyndarar keppast við að ná mynd af Lionel Messi sem er borinn um völlinn með bikarinn í hendi.
Ljósmyndarar keppast við að ná mynd af Lionel Messi sem er borinn um völlinn með bikarinn í hendi. AP/Martin Meissner

Lionel Messi varð ekki bara heimsmeistari í fótbolta í gær því hann setti einnig nýtt heimsmet á Instagram.

Færsla Messi um langþráðan heimsmeistaratitil sinn er nú sú sem hefur fengið flest like hjá íþróttamanni í sögu Instagram.

Það voru margir sem héldu með Messi í leiknum og vonuðust til þess að hann næði loksins heimsmeistaratitlinum sem var sá eini sem vantaði í safnið.

Alls voru það meira en 44 milljónir manna sem voru ánægð með færslu nýja heimsmeistarans og sýndu það með því að smella á hjartað við myndina.

Gamla metið var í eigu Cristiano Ronaldo en tæplega 42 milljónir líkuðu við mynd af honum og Lionel Messi saman í myndatöku fyrir Louis Vuitton.

Staðan er núna að rúmlega 44 milljónir hafa líkað við myndina en sú tala er alltaf að hækka. Messi er með 399 milljónir fylgjenda á Instagram.

Færslan er hér fyrir neðan og það getur þú hjálpað við að bæta heimsmetið enn frekar.

Gamla metið átti þessi færsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×