Gengur betur næst? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 10:30 Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun