Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-75 | Valsmenn náðu í stigin sem í boði voru Árni Jóhannsson skrifar 16. desember 2022 22:53 Valur náði að klára leikinn vel gegn Njarðvík og sigla stigunum heim. Vísir / Diego Leikur Vals og Njarðvíkinga í 10. umferð Subway deildar karla náði ekki flugi fyrr en í fjórða leikhluta en þá náðu Valsmenn að keyra yfir gestina og klára leikinn með 13 stiga mun 88-75. Leikurinn byrjaði mjög hægt hjá báðum liðum og fannst undirrituðum eins og hugurinn væri við eitthvað allt annað en leikinn sem var fyrir framan leikmennina inn á vellinum. Það getur spilað inn í að Njarðvíkingar voru fámennir á bekknum og það slakaði á Valsmönnum og að gestirnir hafi ætlað að spara orkuna. Báðum liðum voru mislagðar hendurnar í upphafi fyrsta fjórðungs en Njarðvíkingar náðu þó að komast á eilítið flug og voru með 10 stiga forystu eftir leihlutann 15-25. Kári Jónsson í klandri en fann samherjaVísir / Diego Valsmenn náðu vopnum sínum í upphafi annars fjórðungs og söxuðu niður 10 stiga forskotið en það tók langan tíma. Þeim voru enn mislagðar hendur og ekki voru Njarðvíkingar skárri sem töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum þannig að þegar um þrjár mínútur voru til hálfleiks var staða 28-28 en Callum Lawson leiddi Valsemnn áfram í sókninni en fleiri náðu að stíga upp í varnarleiknum. Njarðvíkingar rönkuðu þá við sér og náðu aftur forystunni en í hálfleik var hún fjögur stig 33-37. Leikurinn var í jafnvægi í þriðja leikhluta og skiptust liðin á að skora og missa boltann. Í þriðja leikhluta hittu Valsmenn sínu fyrsta þriggja stiga skoti en þeir höfðu reynt 14 sinnum án þess að hitta í leiknum. Það var góðs viti upp á framhaldið að menn fengu sjálfstraust. Það var meðal annars þriggja stiga skot frá Pablo Bertone sem jók forskot Valsmanna upp í fjögur stig í lok þriðja leikhluta en boltinn söng í netinu um leið og flautan gall. 59-55 og maður fann á sér að Valsmenn væru það lið sem ætlaði sér að vinna leikinn. Kristófer Acox átti stóran þátt í að skila sigrinum.Vísir / Diego Valsmenn byrjuðu fjórða leikhlutann betur en Njarðvíkingar voru fljótir að svara og komust yfir með því að skora átta stigi í röð og Finnur Freyr tók leikhlé. Það hafði tilætluð áhrif því Valsmenn fundu taktinn sinn og sigldu fram úr þreyttum Njarðvíkingum. Margir náðu að leggja hönd á plóg og áður en litið var við þá var munurinn orðinn 10 stig, 79-69 og lítið eftir. Gestirnir gerðu eina tilraun til að minnka muninn en fengu fimm í andlitið á móti og þar með var sagan öll. Leikurinn endaði 88-75 og Valsmenn sáttir í öðru sæti yfir jólin. Afhverju vann Valur? Í báðum liðum er mikið af gæðaleikmönnum og þegar leikmenn Valsm fundu taktinn og fengu sjálfstraust þá náðu þeir í stórar körfur og stór stopp í varnarleiknum. Njarðvíkingar áttu ekki mikla orku eftir í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við tapið eftir þó hetjulega baráttu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna var afleitur lengi vel en batnaði eftir því sem leið á. Njarðvíkingum gekk einnig illa að halda boltanum á löngum köflum en þeir töpuðu 21 bolta þegar allt var talið. Bestur á vellinum? Callum Lawson var stigahæstur og dró sína menn áfram þegar á þurfti að halda. Hann lauk leik með 25 stig og tók sjö fráköst. Í lok leiks var það svo fyrirliðinn Kristófer Acox sem átti stóra rullu í því að stoppa og skora fyrir sína menn. Hvað næst? Það er komið jólafrí. Það er hinsvegar stutt og 11. umferðin verður leikin milli jóla og nýárs. Þá fara Valsmenn norður og mæta Tindastól ef veður leyfir. Njarðvíkingar verða hinsvegar heima og taka á móti erkifjendum sínum í Keflavík og vonandi verða menn orðnir heilir hjá þeim grænklæddu. Callum: Þakklátir fyrir þennan sigur Callum Lawson var stigahæstur á vellinumVísir / Diego Callum Lawson var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld og leiddi hann Valsmenn í átt að sigrinum á Njarðvík en hann var spurður hvort það hafi ekki verið gott að sækja siguri í svona rislitlum leik. „Þetta var skrýtinn leikur og mjög skrýtið flæði í honum en þegar við náðu stóru stoppunum og stóru körfunum þá skilaði þetta sér.“ Eitt af einkennum Valsliðsins er að vera gott varnarlið og var Callum spurt hvort það hafi þá verið lykilatriði í sigri kvöldsins. „Við viljum vera gott varnarlið og viljum vera stoltir af varnarleik okkar. Við höfum ekki verið ánægðir undanfarna leiki og erum að vinna stanslaust í því að vera góðir í þvi. Það er vinnan sem þarf að fara fram til að við náum árangri.“ Eins og áður segir var Callum stigahæstur, skoraði 25 stig, en fann hjá sjálfum sér að hann þyrfti að stíga upp til að leiða liðið sitt áfram? „Við erum bara þannig lið að það eru margir sem geta átt góða leiki. Í kvöld var röðin komin að mér að skora mikið en það eru margir sem geta lagt í púkkið sóknarlega.“ Eftir 10 leiki geta Valsmenn verið ánægðir með þann stað sem liðið er á? „Við erum ánægðir með það hvar við erum í deildinni en við erum ekki ánægðir með frammistöðurnar. Við erum ekki fullkomnir og enginn er það á þessum tímapunkti en við erum stanslaust að vinna í því að verða betri.“ Að lokum var Callum spurður að því hvort það væri mikilvægara að ná í stigin úr svo rislitlum leikjum eins og leikurinn í kvöld var? „Þeir telja allir en við erum þakklátir fyrir þennan sigur. Njarðvikingar eru góðir og verða á svipuðum slóðum og við í lok tímabilsins þannig að það var frábært að ná í þennan leik.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Leikur Vals og Njarðvíkinga í 10. umferð Subway deildar karla náði ekki flugi fyrr en í fjórða leikhluta en þá náðu Valsmenn að keyra yfir gestina og klára leikinn með 13 stiga mun 88-75. Leikurinn byrjaði mjög hægt hjá báðum liðum og fannst undirrituðum eins og hugurinn væri við eitthvað allt annað en leikinn sem var fyrir framan leikmennina inn á vellinum. Það getur spilað inn í að Njarðvíkingar voru fámennir á bekknum og það slakaði á Valsmönnum og að gestirnir hafi ætlað að spara orkuna. Báðum liðum voru mislagðar hendurnar í upphafi fyrsta fjórðungs en Njarðvíkingar náðu þó að komast á eilítið flug og voru með 10 stiga forystu eftir leihlutann 15-25. Kári Jónsson í klandri en fann samherjaVísir / Diego Valsmenn náðu vopnum sínum í upphafi annars fjórðungs og söxuðu niður 10 stiga forskotið en það tók langan tíma. Þeim voru enn mislagðar hendur og ekki voru Njarðvíkingar skárri sem töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum þannig að þegar um þrjár mínútur voru til hálfleiks var staða 28-28 en Callum Lawson leiddi Valsemnn áfram í sókninni en fleiri náðu að stíga upp í varnarleiknum. Njarðvíkingar rönkuðu þá við sér og náðu aftur forystunni en í hálfleik var hún fjögur stig 33-37. Leikurinn var í jafnvægi í þriðja leikhluta og skiptust liðin á að skora og missa boltann. Í þriðja leikhluta hittu Valsmenn sínu fyrsta þriggja stiga skoti en þeir höfðu reynt 14 sinnum án þess að hitta í leiknum. Það var góðs viti upp á framhaldið að menn fengu sjálfstraust. Það var meðal annars þriggja stiga skot frá Pablo Bertone sem jók forskot Valsmanna upp í fjögur stig í lok þriðja leikhluta en boltinn söng í netinu um leið og flautan gall. 59-55 og maður fann á sér að Valsmenn væru það lið sem ætlaði sér að vinna leikinn. Kristófer Acox átti stóran þátt í að skila sigrinum.Vísir / Diego Valsmenn byrjuðu fjórða leikhlutann betur en Njarðvíkingar voru fljótir að svara og komust yfir með því að skora átta stigi í röð og Finnur Freyr tók leikhlé. Það hafði tilætluð áhrif því Valsmenn fundu taktinn sinn og sigldu fram úr þreyttum Njarðvíkingum. Margir náðu að leggja hönd á plóg og áður en litið var við þá var munurinn orðinn 10 stig, 79-69 og lítið eftir. Gestirnir gerðu eina tilraun til að minnka muninn en fengu fimm í andlitið á móti og þar með var sagan öll. Leikurinn endaði 88-75 og Valsmenn sáttir í öðru sæti yfir jólin. Afhverju vann Valur? Í báðum liðum er mikið af gæðaleikmönnum og þegar leikmenn Valsm fundu taktinn og fengu sjálfstraust þá náðu þeir í stórar körfur og stór stopp í varnarleiknum. Njarðvíkingar áttu ekki mikla orku eftir í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við tapið eftir þó hetjulega baráttu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna var afleitur lengi vel en batnaði eftir því sem leið á. Njarðvíkingum gekk einnig illa að halda boltanum á löngum köflum en þeir töpuðu 21 bolta þegar allt var talið. Bestur á vellinum? Callum Lawson var stigahæstur og dró sína menn áfram þegar á þurfti að halda. Hann lauk leik með 25 stig og tók sjö fráköst. Í lok leiks var það svo fyrirliðinn Kristófer Acox sem átti stóra rullu í því að stoppa og skora fyrir sína menn. Hvað næst? Það er komið jólafrí. Það er hinsvegar stutt og 11. umferðin verður leikin milli jóla og nýárs. Þá fara Valsmenn norður og mæta Tindastól ef veður leyfir. Njarðvíkingar verða hinsvegar heima og taka á móti erkifjendum sínum í Keflavík og vonandi verða menn orðnir heilir hjá þeim grænklæddu. Callum: Þakklátir fyrir þennan sigur Callum Lawson var stigahæstur á vellinumVísir / Diego Callum Lawson var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld og leiddi hann Valsmenn í átt að sigrinum á Njarðvík en hann var spurður hvort það hafi ekki verið gott að sækja siguri í svona rislitlum leik. „Þetta var skrýtinn leikur og mjög skrýtið flæði í honum en þegar við náðu stóru stoppunum og stóru körfunum þá skilaði þetta sér.“ Eitt af einkennum Valsliðsins er að vera gott varnarlið og var Callum spurt hvort það hafi þá verið lykilatriði í sigri kvöldsins. „Við viljum vera gott varnarlið og viljum vera stoltir af varnarleik okkar. Við höfum ekki verið ánægðir undanfarna leiki og erum að vinna stanslaust í því að vera góðir í þvi. Það er vinnan sem þarf að fara fram til að við náum árangri.“ Eins og áður segir var Callum stigahæstur, skoraði 25 stig, en fann hjá sjálfum sér að hann þyrfti að stíga upp til að leiða liðið sitt áfram? „Við erum bara þannig lið að það eru margir sem geta átt góða leiki. Í kvöld var röðin komin að mér að skora mikið en það eru margir sem geta lagt í púkkið sóknarlega.“ Eftir 10 leiki geta Valsmenn verið ánægðir með þann stað sem liðið er á? „Við erum ánægðir með það hvar við erum í deildinni en við erum ekki ánægðir með frammistöðurnar. Við erum ekki fullkomnir og enginn er það á þessum tímapunkti en við erum stanslaust að vinna í því að verða betri.“ Að lokum var Callum spurður að því hvort það væri mikilvægara að ná í stigin úr svo rislitlum leikjum eins og leikurinn í kvöld var? „Þeir telja allir en við erum þakklátir fyrir þennan sigur. Njarðvikingar eru góðir og verða á svipuðum slóðum og við í lok tímabilsins þannig að það var frábært að ná í þennan leik.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti