Sjálfbærni á erindi við allar atvinnugreinar Helgi Jóhann Björgvinsson, Anna Gerður Ófeigsdóttir og Jóna Rut Vignir skrifa 14. desember 2022 11:30 Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun