Sækjum fram á óvissutímum Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. desember 2022 15:30 Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum vikum og mánuðum átt í nánu samtali við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að greiða fyrir samningunum sem munu styðja við markmið þeirra um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum með lækkun verðbólgu og vaxta. Afrakstur þess samtals birtist í gær þegar ríkisstjórnin kynnti stuðningsaðgerðir sínar. Aðgerðirnar eru margháttaðar og miða einkum að því að styðja við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum umbótum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Fleiri íbúðir byggðar – félagslegar lausnir Í húsnæðismálum munum við fjölga nýjum íbúðum í samstarfi við sveitarfélögin og halda áfram uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum frá ríkinu sem verða 4 milljarðar króna á næsta ári. Sú uppbygging bætist við þær 3.000 íbúðir sem byggðar hafa verið upp í almenna íbúðakerfinu á undanförnum árum, m.a. í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna í gegnum Bjarg íbúðafélag sem reynst hefur afar mikilvægt til að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi tekjulægri heimila. Við munum vinna áfram að því að bæta réttarstöðu leigjenda með breytingum á húsaleigulögum og munu fulltrúar vinnumarkaðarins taka þátt í þeirri vinnu með okkur. Hærri húsnæðis- og vaxtabætur Við höfum einnig átt samstarf um endurskoðun á húsnæðisstuðningskerfunum að undanförnu. Afrakstur þess er meðal annars að húsnæðisstuðningur verður aukinn með 13,8% hækkun húsnæðisbóta til leigjenda um áramót sem kemur til viðbótar 10% hækkun sem kom til framkvæmda þann 1. júní síðastliðinn. Þetta þýðir sem dæmi að húsnæðisbætur geta hækkað á bilinu 60-100 þúsund krónur á ári eftir fjölskyldustærð. Þá munu eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% sem mun styðja betur við eignarminni heimili og sem dæmi getur breytingin skilað einstæðu foreldri með 400 þúsund króna mánaðarlaun hærri vaxtabótum á næsta ári sem nemur 300 þúsund krónum. Auk þessa verður heimild til skattfrjálsrar nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól framlengd til ársloka 2024 sem léttir á byrði húsnæðiskaupenda. Hærri barnabætur og fleiri fjölskyldur njóta Stuðningur við barnafjölskyldur verður efldur og fjölskyldum sem fá barnabætur mun fjölga um nærri þrjú þúsund. Þannig mun heildarfjárhæð sem varið verður til barnabóta á næstu tveimur árum verða 5 milljörðum hærri en að óbreyttu kerfi. Við einföldum barnabótakerfið, drögum úr skerðingum og tökum upp samtímagreiðslur þannig að biðtími eftir barnabótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Þetta mun skipta fjölskyldur á viðkvæmu tímabili í lífinu miklu máli þar sem bið eftir greiðslu barnabóta getur nú verið allt að 13 mánuðir. Þessar breytingar þýða sem dæmi að sambúðarfólk með 400 þúsund krónur hvort í mánaðarlaun og tvö börn mun fá tæplega 110 þúsund krónum meira á ári í barnabætur eftir breytingarnar. Verkefnin framundan Við munum á samningstímanum í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins vinna að ýmsum mikilvægum málum sem varða m.a. mikilvæg réttindi launafólks eins og hámarksgreiðslur frá fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa og heildarendurskoðun á atvinnuleysisbótakerfinu. Þá munu stjórnvöld veita stuðning til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum sem er mikilvægur liður í að kveða niður verðbólguna. Þeir samningar sem nú hafa verið undirritaðir eru til skamms tíma en eru mikilvægur vegvísir yfir í nýja langtímasamninga og gera okkur kleift að sækja fram á óvissutímum. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum vikum og mánuðum átt í nánu samtali við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að greiða fyrir samningunum sem munu styðja við markmið þeirra um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum með lækkun verðbólgu og vaxta. Afrakstur þess samtals birtist í gær þegar ríkisstjórnin kynnti stuðningsaðgerðir sínar. Aðgerðirnar eru margháttaðar og miða einkum að því að styðja við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum umbótum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Fleiri íbúðir byggðar – félagslegar lausnir Í húsnæðismálum munum við fjölga nýjum íbúðum í samstarfi við sveitarfélögin og halda áfram uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum frá ríkinu sem verða 4 milljarðar króna á næsta ári. Sú uppbygging bætist við þær 3.000 íbúðir sem byggðar hafa verið upp í almenna íbúðakerfinu á undanförnum árum, m.a. í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna í gegnum Bjarg íbúðafélag sem reynst hefur afar mikilvægt til að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi tekjulægri heimila. Við munum vinna áfram að því að bæta réttarstöðu leigjenda með breytingum á húsaleigulögum og munu fulltrúar vinnumarkaðarins taka þátt í þeirri vinnu með okkur. Hærri húsnæðis- og vaxtabætur Við höfum einnig átt samstarf um endurskoðun á húsnæðisstuðningskerfunum að undanförnu. Afrakstur þess er meðal annars að húsnæðisstuðningur verður aukinn með 13,8% hækkun húsnæðisbóta til leigjenda um áramót sem kemur til viðbótar 10% hækkun sem kom til framkvæmda þann 1. júní síðastliðinn. Þetta þýðir sem dæmi að húsnæðisbætur geta hækkað á bilinu 60-100 þúsund krónur á ári eftir fjölskyldustærð. Þá munu eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% sem mun styðja betur við eignarminni heimili og sem dæmi getur breytingin skilað einstæðu foreldri með 400 þúsund króna mánaðarlaun hærri vaxtabótum á næsta ári sem nemur 300 þúsund krónum. Auk þessa verður heimild til skattfrjálsrar nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól framlengd til ársloka 2024 sem léttir á byrði húsnæðiskaupenda. Hærri barnabætur og fleiri fjölskyldur njóta Stuðningur við barnafjölskyldur verður efldur og fjölskyldum sem fá barnabætur mun fjölga um nærri þrjú þúsund. Þannig mun heildarfjárhæð sem varið verður til barnabóta á næstu tveimur árum verða 5 milljörðum hærri en að óbreyttu kerfi. Við einföldum barnabótakerfið, drögum úr skerðingum og tökum upp samtímagreiðslur þannig að biðtími eftir barnabótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Þetta mun skipta fjölskyldur á viðkvæmu tímabili í lífinu miklu máli þar sem bið eftir greiðslu barnabóta getur nú verið allt að 13 mánuðir. Þessar breytingar þýða sem dæmi að sambúðarfólk með 400 þúsund krónur hvort í mánaðarlaun og tvö börn mun fá tæplega 110 þúsund krónum meira á ári í barnabætur eftir breytingarnar. Verkefnin framundan Við munum á samningstímanum í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins vinna að ýmsum mikilvægum málum sem varða m.a. mikilvæg réttindi launafólks eins og hámarksgreiðslur frá fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa og heildarendurskoðun á atvinnuleysisbótakerfinu. Þá munu stjórnvöld veita stuðning til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum sem er mikilvægur liður í að kveða niður verðbólguna. Þeir samningar sem nú hafa verið undirritaðir eru til skamms tíma en eru mikilvægur vegvísir yfir í nýja langtímasamninga og gera okkur kleift að sækja fram á óvissutímum. Höfundur er forsætisráðherra.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun