Gleðileg venjuleg jól!!! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 11. desember 2022 08:31 Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Heilsa Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar