Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. desember 2022 10:30 Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun