Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 08:11 Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04