Mun 55 ára æskulýðsstarf enda í dag? Steinar Þór Ólafsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Siglingaíþróttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun