Taumlaus óráðsía skólabarna, unglinga, bókaorma, siglinga- og sundfólks Þorsteinn Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 19:31 Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun