Eldgosið ógnar sögulegri loftslagsmæliröð Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 13:41 Maður fylgist með hrauni renna frá Mauna Loa-eldfjallinu á Stóru eyju Havaí. AP/Gregory Bull Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. Rennandi hraun frá þessu stærsta eldfjalli jarðar olli rafmagnleysi í athuganastöðinni á Mauna Loa fyrir rúmri viku. Hún hefur gert nær samfelldar mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í meira en sextíu ár. New York Times segir að mælingarnar á Mauna Loa hafi örsjaldan stöðvast á þessum sex áratugum. Þær lögðust af í þrjá mánuði vegna niðurskurðar hjá bandarísku alríkisstjórninni árið 1964 og í rúman mánuð síðast þegar gaus í fjallinu og rafmagni sló út árið 1984. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) er nú sögð íhuga að fljúga varaaflstöð með þyrlu til athuganastöðvarinnar á Mauna Loa. Mælingum á koltvísýringsgildum í lofthjúpnum er þó ekki sérstök hætta búin þó að stöðina á eldfjallinu sé tímabundið úr leik. Sambærilegar mælingar eru gerðar á hundruðum annarra staða á jörðinni. This week, a volcanic eruption at Mauna Loa created a rare interruption in the data that produces this record, the Keeling Curve, considered by many scientists to be the most important evidence that the climate is changing because of human activity.More @https://t.co/6kiSGkAwx4 pic.twitter.com/LZds4ZGEc5— Elena L. Shao (@elenalingshao) December 2, 2022 Sýndi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpnum Mælistöðina á Mauna Loa er líklega sú þekktasta í heimi. Charles David Keeling, bandarískur jarðefnafræðingur, hóf athuganirnar árið 1958 en þær sýndu svart á hvítu að styrkur koltvísýrings væri jafnt og þétt að aukast í lofthjúpnum. Grafið sem sýnir þá þróun er nefnt Keeling-ferillinn í höfuðið á honum. Fyrir mælingar Keelings töldu margir vísindamenn að höf og skógar jarðar drykkju í sig það umframmagn koltvísýrings sem menn losuðu með bruna á jarðefnaeldsneyti. Keeling-ferillinn afsannaði þá kenningu afdráttarlaust. Þegar Keeling hóf mælingar sínar á Mauna Loa var styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum um 313 hlutar af milljón (ppm). Rúmum sextíu árum síðar mælist styrkurinn um 421 ppm, aukning um rúmlega þriðjung. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti fjórar milljónir ára. Miðað við núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 2,1 til 2,9 gráður á þessari öld borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun hefur í för með sér hættu á ýmis konar loftslagshamförum, þar á meðal ákafari þurrkum og hitabylgjum, öflugri flóðum og auknum veðuröfgum. Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00 Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Rennandi hraun frá þessu stærsta eldfjalli jarðar olli rafmagnleysi í athuganastöðinni á Mauna Loa fyrir rúmri viku. Hún hefur gert nær samfelldar mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í meira en sextíu ár. New York Times segir að mælingarnar á Mauna Loa hafi örsjaldan stöðvast á þessum sex áratugum. Þær lögðust af í þrjá mánuði vegna niðurskurðar hjá bandarísku alríkisstjórninni árið 1964 og í rúman mánuð síðast þegar gaus í fjallinu og rafmagni sló út árið 1984. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) er nú sögð íhuga að fljúga varaaflstöð með þyrlu til athuganastöðvarinnar á Mauna Loa. Mælingum á koltvísýringsgildum í lofthjúpnum er þó ekki sérstök hætta búin þó að stöðina á eldfjallinu sé tímabundið úr leik. Sambærilegar mælingar eru gerðar á hundruðum annarra staða á jörðinni. This week, a volcanic eruption at Mauna Loa created a rare interruption in the data that produces this record, the Keeling Curve, considered by many scientists to be the most important evidence that the climate is changing because of human activity.More @https://t.co/6kiSGkAwx4 pic.twitter.com/LZds4ZGEc5— Elena L. Shao (@elenalingshao) December 2, 2022 Sýndi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpnum Mælistöðina á Mauna Loa er líklega sú þekktasta í heimi. Charles David Keeling, bandarískur jarðefnafræðingur, hóf athuganirnar árið 1958 en þær sýndu svart á hvítu að styrkur koltvísýrings væri jafnt og þétt að aukast í lofthjúpnum. Grafið sem sýnir þá þróun er nefnt Keeling-ferillinn í höfuðið á honum. Fyrir mælingar Keelings töldu margir vísindamenn að höf og skógar jarðar drykkju í sig það umframmagn koltvísýrings sem menn losuðu með bruna á jarðefnaeldsneyti. Keeling-ferillinn afsannaði þá kenningu afdráttarlaust. Þegar Keeling hóf mælingar sínar á Mauna Loa var styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum um 313 hlutar af milljón (ppm). Rúmum sextíu árum síðar mælist styrkurinn um 421 ppm, aukning um rúmlega þriðjung. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti fjórar milljónir ára. Miðað við núverandi losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 2,1 til 2,9 gráður á þessari öld borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Hlýnun hefur í för með sér hættu á ýmis konar loftslagshamförum, þar á meðal ákafari þurrkum og hitabylgjum, öflugri flóðum og auknum veðuröfgum.
Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00 Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. 30. nóvember 2022 11:00
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04
Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. 8. júní 2021 13:12