Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2022 17:07 Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið. Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur. Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Áfanganum var fagnað í höfuðstöðvum félagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, var alsæll með málið þegar fréttastofa náði tali af honum í miðjum fögnuði. „Við erum búin að vera dugleg að þróa og erum núna farin svona að sýna árangurinn af því,“ sagði Stefán en hann stofnaði félagið árið 2013 ásamt Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Ákveðið útgáfuferli fer af stað snemma næsta árs að sögn Stefáns og mun þá aðgengi að leiknum opnast á helstu markaðssvæðum fyrirtækisins. Ekki er hægt að nálgast leikinn á helstu leikjaveitum eins og er en það verður hægt á nýju ári. Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða annan leik félagsins en sá fyrsti var Sovereign Space. Í Starborne Frontiers skella spilarar sér í hlutverk flotaforingja til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn. „Þetta er svokallaður hlutverkaleikur þar sem að spilarar eru að safna hetjum, uppfæra hetjurnar, fara inn í ákveðnar aðstæður og leysa þrautir. Þeir mega bara nota ákveðinn hluta af hetjunum í hvert skipti, kannski fimm en eiga hundrað eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Stefán um leikinn. „Leikurinn höfðar mjög vel til karlmanna, svolítið, en þetta snýst alltaf um þessa markmiðasetningu að komast upp á næsta skref og svo framvegis. Það eru líka mjög sterkir eiginleikar í leiknum fyrir þá sem vilja spila með öðrum spilurum og það eru svona þeir sem eru að fara að spila til lengri tíma,“ sagði hann enn fremur.
Kauphöllin Leikjavísir Solid Clouds Rafíþróttir Nýsköpun Seltjarnarnes Tengdar fréttir Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27 Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember. 25. nóvember 2022 09:27
Verðmetur Solid Clouds á tvo milljarða Jakobsson Capital verðmetur tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds á um tvo milljarða króna eða 10,9 krónur á hlut. Það er um þriðjungur yfir markaðsvirði. Gert er ráð fyrir að helmings líkur séu á að nýi leikurinn muni ganga eins og vonast er til. 6. október 2022 15:09