Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2022 21:27 Gunnar Angus er sólin í nýrri útgáfu af Teletubbies barnaþáttunum á Netflix. Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies). „Við vorum og erum náttúrulega ofur stolt af Gunnari Angusi og þykir ofboðslega vænt um að þessir stóru aðilar með allan sinn sýnileika virðast einsettir að vera líka gerendur í að fagna fjölbreytileikanum og setjast þannig á árarnar með Gunnari og öllum hinum sem eru því miður stundum jaðarhópur í samfélögum víða um heim,“ segir Ólafur Gunnar Jónsson, faðir Gunnars. Gunnar litli leikur stórt hlutverk í barnaþáttunum Teletubbies sem nýverið voru teknir til sýninga á Netflix. Gunnar Angus er með Downs- heilkenni og telur Ólafur Gunnar að framleiðendur þáttanna stígi mikilvægt skref í átt að því að ýta undir fjölbreytileika í afþreyingarefni. Ólafur Gunnar og eiginkona hans Kristen Macaulay eru búsett í Ontario í Kanada. „Sagan af Gunnari Angusi Ólafssyni-Macaulay hefst í raun í desember 2019 á The Irishman Pub á Íslandi. Þar hitti ég fallega og glæsilega stúlku, að nafni Kristen Macaulay, frá Kanada sem var að ferðast um landið ásamt frænda sínum. Við náðum strax mjög vel saman og höldum áfram að hittast það sem eftir var ferðar hennar,“ segir Ólafur Gunnar í samtali við Vísi. „Eftir að Kristen fór af landi brott sáum við að við vildum skoða okkar mál betur og ég keypti mér strax flugmiða til að hitta Kristen aftur í Kanada viku síðar, strax eftir jól. Eitt leiddi af öðru, við ákveðum bara að kýla á þetta og höfum búið hér saman í Kanada frá því í janúar árið 2020. Í september árið 2021 giftum við okkur í bakgarðinum okkar.“ Fjölskyldan hefur búið í Kanada frá árinu 2020 Ekki leið á löngu þar til Gunnar Angus kom í heiminn. „Gunnar átti að fæðast þann 1. janúar 2021 en gat ekki beðið eftir að hitta heiminn og ákvað því að „krassa“ partýið þann 13. nóvember 2020. Hann er því nýorðinn tveggja ára. Gunnar er algjör covid krakki, yfirleitt feiminn við ókunnuga í fyrstu en þegar hann er búinn að meta aðstæður þá verður hann hrókur alls fagnaðar og er einstakur sjarmör. Hann er mjög forvitinn um allt og er fljótur að læra, mikill húmoristi og lífsglaður með eindæmum. Hann grætur nánast aldrei!“ segir Ólafur glaðhlakkalega. Við erum öll allskonar Gunnar Agnus er með Trisomy 21, sem í daglegu tali nefnist Downs heilkenni. „Hann er því með fleiri litninga heldur en flest börn. Við viljum leyfa honum að vera þátttakandi í því að bæta samfélagið enn frekar með því að „normalísera“ fjölbreytileikann. Við erum öll alls konar og það gerir lífið svo litríkt og frábært! Gunnar Angus er að sögn föður síns hrókur alls fagnaðar og er einstakur sjarmör En hvernig kom það til að Gunnar Angus varð sjónvarpsstjarna? „Gunnar var fyrst „spottaður“ þegar Kristen setur inn neðangreinda mynd af honum á Instagram. Hann er þarna rúmlega eins mánaða gamall og hafði verið á barnagjörgæslu frá fæðingu. Myndin er tekin af honum í barnabílstólnum hans þegar við fengum loksins að taka hann heim af spítalanum rétt fyrir jól. Þetta var því mynd sem sýndi hann í bókstaflegri merkingu taka sín „fyrstu skref“ út fyrir spítalann, út í heiminn,“ svarar Ólafur. „Það vildi svo til að Little Buck, með einhverjum hætti, sjá myndina og að hann var með húfu frá þeim. Little Buck setja sig í samband við okkur og spyrja hvort þeir megi deila myndinni á sínum reikningi,“ segir Ólafur og bætir við að foreldrarnir hafi þó verið hikandi í fyrstu. Eins og sjá má á skjáskotinu fyrir ofan þá er þetta mynd sem birtist líka á Instagram reikningi barnavörufyrirtækisins Little Buck. „Það vildi svo til að Little Buck, með einhverjum hætti, sjá myndina og að hann var með húfu frá þeim. Little Buck setja sig í samband við okkur og spyrja hvort þeir megi deila myndinni á sínum reikningi,“ segir Ólafur og bætir við að foreldrarnir hafi þó verið hikandi í fyrstu. „Við vorum fyrst smá óviss hvort við vildum að strákurinn okkar myndi verða að einhverju leiti opinber persóna, ef svo mætti að orði komast.“ Stuttu eftir að myndin af Gunnari með Little Buck húfuna sína birtist bað Little Buck fyrirtækið um að fá Gunnar til að sitja fyrir fyrir í myndbandsvefauglýsingu. „Hann tók þátt í því og stuttu seinna vorum við síðan hvött til að skrá hann á módelskrifstofu, sem við gerðum. Walmart í Kanada óskaði næst eftir að hann myndi sitja fyrir í bæklingi hjá þeim. Okkur fannst það svolítið mikið en ákváðum að slá til og sjá hvort hann væri að fíla þetta. Hann fílaði þetta í botn og finnst þetta mjög gaman. Ljósmyndararnir voru svo ánægðir með hann, sögðu að hann væri svo brosmildur og skemmtilegur að það tók enga stund að fá góðar myndir af honum. Fljótlega eftir það er óskað eftir honum að vera sólin í Teletubbies í nýrri þáttaröð á Netflix.“ Orðinn eftirsóttur sem módel Fljótlega fór síðan boltinn að rúlla og mun hraðar en þau hjónin höfðu gert ráð fyrir. “Nú síðast bað Walmart aftur um að fá Gunnar Angus í auglýsingabækling og birtist hann enn og aftur, nú ásamt Kristen, í Walmart bæklingi hér í Kanada. Mér, pabba hans, skilst að búið sé að panta hann í aðra myndatöku hjá Walmart þar sem ég er beðinn um að sitja fyrir með honum. Við sjáum bara hvernig það fer.“ Foreldrar Gunnars vilja stuðla að betra, jákvæðara, fallegra og fjölbreyttara samfélagi. Ólafur segir viðbrögðin hafa verið vonum framar. „Við erum ólýsanlega þakklát fyrir öll þau fallegu og jákvæðu viðbrögð sem hann hefur fengið. Þetta er ómetanlegt og ólýsanlegt og hjálpar svo sannarlega við að færa kastljósið að betra, jákvæðara, fallegra og fjölbreyttara samfélagi. Allir tala um að breyta samfélaginu til hins betra á kaffistofum og svoleiðis og flest öll föllum við, kannski ómeðvitað, í þá gryfju að ætlast til að aðrir breyti því, aðrir „normalíseri“ það, okkur flestum er svo tamt að vera viðtakendur en ekki gerendur. Við sáum þarna lítið tækifæri til að leyfa honum að vera geranda og verða sjálf gerendur að því leiti líka. Við áttum sannarlega ekki von á því að rúmu ári seinna yrði hann beðinn um að verða sólin, eitt aðalhlutverkið, í einhverjum vinsælasta barnaþætti í heiminum!“ Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Kanada Bíó og sjónvarp Downs-heilkenni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við vorum og erum náttúrulega ofur stolt af Gunnari Angusi og þykir ofboðslega vænt um að þessir stóru aðilar með allan sinn sýnileika virðast einsettir að vera líka gerendur í að fagna fjölbreytileikanum og setjast þannig á árarnar með Gunnari og öllum hinum sem eru því miður stundum jaðarhópur í samfélögum víða um heim,“ segir Ólafur Gunnar Jónsson, faðir Gunnars. Gunnar litli leikur stórt hlutverk í barnaþáttunum Teletubbies sem nýverið voru teknir til sýninga á Netflix. Gunnar Angus er með Downs- heilkenni og telur Ólafur Gunnar að framleiðendur þáttanna stígi mikilvægt skref í átt að því að ýta undir fjölbreytileika í afþreyingarefni. Ólafur Gunnar og eiginkona hans Kristen Macaulay eru búsett í Ontario í Kanada. „Sagan af Gunnari Angusi Ólafssyni-Macaulay hefst í raun í desember 2019 á The Irishman Pub á Íslandi. Þar hitti ég fallega og glæsilega stúlku, að nafni Kristen Macaulay, frá Kanada sem var að ferðast um landið ásamt frænda sínum. Við náðum strax mjög vel saman og höldum áfram að hittast það sem eftir var ferðar hennar,“ segir Ólafur Gunnar í samtali við Vísi. „Eftir að Kristen fór af landi brott sáum við að við vildum skoða okkar mál betur og ég keypti mér strax flugmiða til að hitta Kristen aftur í Kanada viku síðar, strax eftir jól. Eitt leiddi af öðru, við ákveðum bara að kýla á þetta og höfum búið hér saman í Kanada frá því í janúar árið 2020. Í september árið 2021 giftum við okkur í bakgarðinum okkar.“ Fjölskyldan hefur búið í Kanada frá árinu 2020 Ekki leið á löngu þar til Gunnar Angus kom í heiminn. „Gunnar átti að fæðast þann 1. janúar 2021 en gat ekki beðið eftir að hitta heiminn og ákvað því að „krassa“ partýið þann 13. nóvember 2020. Hann er því nýorðinn tveggja ára. Gunnar er algjör covid krakki, yfirleitt feiminn við ókunnuga í fyrstu en þegar hann er búinn að meta aðstæður þá verður hann hrókur alls fagnaðar og er einstakur sjarmör. Hann er mjög forvitinn um allt og er fljótur að læra, mikill húmoristi og lífsglaður með eindæmum. Hann grætur nánast aldrei!“ segir Ólafur glaðhlakkalega. Við erum öll allskonar Gunnar Agnus er með Trisomy 21, sem í daglegu tali nefnist Downs heilkenni. „Hann er því með fleiri litninga heldur en flest börn. Við viljum leyfa honum að vera þátttakandi í því að bæta samfélagið enn frekar með því að „normalísera“ fjölbreytileikann. Við erum öll alls konar og það gerir lífið svo litríkt og frábært! Gunnar Angus er að sögn föður síns hrókur alls fagnaðar og er einstakur sjarmör En hvernig kom það til að Gunnar Angus varð sjónvarpsstjarna? „Gunnar var fyrst „spottaður“ þegar Kristen setur inn neðangreinda mynd af honum á Instagram. Hann er þarna rúmlega eins mánaða gamall og hafði verið á barnagjörgæslu frá fæðingu. Myndin er tekin af honum í barnabílstólnum hans þegar við fengum loksins að taka hann heim af spítalanum rétt fyrir jól. Þetta var því mynd sem sýndi hann í bókstaflegri merkingu taka sín „fyrstu skref“ út fyrir spítalann, út í heiminn,“ svarar Ólafur. „Það vildi svo til að Little Buck, með einhverjum hætti, sjá myndina og að hann var með húfu frá þeim. Little Buck setja sig í samband við okkur og spyrja hvort þeir megi deila myndinni á sínum reikningi,“ segir Ólafur og bætir við að foreldrarnir hafi þó verið hikandi í fyrstu. Eins og sjá má á skjáskotinu fyrir ofan þá er þetta mynd sem birtist líka á Instagram reikningi barnavörufyrirtækisins Little Buck. „Það vildi svo til að Little Buck, með einhverjum hætti, sjá myndina og að hann var með húfu frá þeim. Little Buck setja sig í samband við okkur og spyrja hvort þeir megi deila myndinni á sínum reikningi,“ segir Ólafur og bætir við að foreldrarnir hafi þó verið hikandi í fyrstu. „Við vorum fyrst smá óviss hvort við vildum að strákurinn okkar myndi verða að einhverju leiti opinber persóna, ef svo mætti að orði komast.“ Stuttu eftir að myndin af Gunnari með Little Buck húfuna sína birtist bað Little Buck fyrirtækið um að fá Gunnar til að sitja fyrir fyrir í myndbandsvefauglýsingu. „Hann tók þátt í því og stuttu seinna vorum við síðan hvött til að skrá hann á módelskrifstofu, sem við gerðum. Walmart í Kanada óskaði næst eftir að hann myndi sitja fyrir í bæklingi hjá þeim. Okkur fannst það svolítið mikið en ákváðum að slá til og sjá hvort hann væri að fíla þetta. Hann fílaði þetta í botn og finnst þetta mjög gaman. Ljósmyndararnir voru svo ánægðir með hann, sögðu að hann væri svo brosmildur og skemmtilegur að það tók enga stund að fá góðar myndir af honum. Fljótlega eftir það er óskað eftir honum að vera sólin í Teletubbies í nýrri þáttaröð á Netflix.“ Orðinn eftirsóttur sem módel Fljótlega fór síðan boltinn að rúlla og mun hraðar en þau hjónin höfðu gert ráð fyrir. “Nú síðast bað Walmart aftur um að fá Gunnar Angus í auglýsingabækling og birtist hann enn og aftur, nú ásamt Kristen, í Walmart bæklingi hér í Kanada. Mér, pabba hans, skilst að búið sé að panta hann í aðra myndatöku hjá Walmart þar sem ég er beðinn um að sitja fyrir með honum. Við sjáum bara hvernig það fer.“ Foreldrar Gunnars vilja stuðla að betra, jákvæðara, fallegra og fjölbreyttara samfélagi. Ólafur segir viðbrögðin hafa verið vonum framar. „Við erum ólýsanlega þakklát fyrir öll þau fallegu og jákvæðu viðbrögð sem hann hefur fengið. Þetta er ómetanlegt og ólýsanlegt og hjálpar svo sannarlega við að færa kastljósið að betra, jákvæðara, fallegra og fjölbreyttara samfélagi. Allir tala um að breyta samfélaginu til hins betra á kaffistofum og svoleiðis og flest öll föllum við, kannski ómeðvitað, í þá gryfju að ætlast til að aðrir breyti því, aðrir „normalíseri“ það, okkur flestum er svo tamt að vera viðtakendur en ekki gerendur. Við sáum þarna lítið tækifæri til að leyfa honum að vera geranda og verða sjálf gerendur að því leiti líka. Við áttum sannarlega ekki von á því að rúmu ári seinna yrði hann beðinn um að verða sólin, eitt aðalhlutverkið, í einhverjum vinsælasta barnaþætti í heiminum!“
Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Kanada Bíó og sjónvarp Downs-heilkenni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira