Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 08:55 Lögreglumenn standa vörð nærri úkraínska sendiráðinu í Madrid þar sem bréfsprengja sprakk í höndum starfsmanns í gær. AP/Paul White Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54