Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 08:55 Lögreglumenn standa vörð nærri úkraínska sendiráðinu í Madrid þar sem bréfsprengja sprakk í höndum starfsmanns í gær. AP/Paul White Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna. Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
Grunsamlegt umslag fannst við gegnumlýsingu í gervihnattamiðstöð herflugvallarins í Torrejón de Ardoz í nágrenni höfuðborgarinnar Madridar á fjórða tímanum að staðartíma í nótt. Umslagið var sagt líkjast þeim sem voru send til úkraínska sendiráðsins í Madrid og vopnaverksmiðju í Zaragoza í gær. Lögreglan rannsakar nú hvort tengsl séu á milli bréfasendinganna. Vopnaverksmiðja Instalaza í Zaragoza á miðjum Spáni framleiðir meðal annars skotvörpur, handsprengjur og nætursjónauka sem hún flytur út til 35 landa, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Spænsk yfirvöld sendu 1.370 handsprengjuvörpur af sömu tegund og Instalaza auglýsir á vefsíðu sinni, léttvélbyssur og 700.000 skothylki af ýmsum hlaupvíddum til Úkraínu í mars. Það var ein fyrsta vopnasendingin til landsins eftir innrás Rússa í febrúar. Herða gæslu við sendiráðið RTVE segir að landsréttur Spánar rannsaki bréfsendinguna til úkraínska sendiráðsins sem hryðjuverk og innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að öryggisgæsla við það verði hert í kjölfar tilræðisins. Oleh Nikolenko, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að bréfið hafi borist með almennum pósti til sendiráðsins. Bréfið hafi sprungið í höndum skrifstofustjóra sendiráðsins. Hann hafi slasast lítillega en aðrir starfsmenn hafi sloppið ómeiddir. Lögregla lýsti atvikinu sem „áköfum bruna“. „Hverjum þeim sem stendur að baki þessari sprengingu mun ekki auðnast að hræða úkraínska erindreka eða stöðva daglegar tilraunir þeirra til þess að styrkja Úkraínu og svara árásum Rússa,“ sagði Nikolenko við AP-fréttastofuna.
Spánn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. 30. nóvember 2022 13:54