Fundurinn fer fram í Norðurljósum í Hörpu og verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan. Yfirskrift fundarins er „Ábyrg uppbygging í takt við fjöldann“.
Fram kemur í tilkynningu að á fundinum verði farið yfir stefnu Isavia og áherslur félagsins í sjálfbærni kynntar.
Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 10.
Dagskrá:
- 9:00 Ávarp - Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra.
- 9:10 Saman náum við árangri - stefnan og flugvallarsamfélagið. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri.
- 9:30 Ábyrg uppbygging og farþegaspá Keflavíkurflugvallar. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar.