Hættir eftir skrautlegan vetur og röð mistaka Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 13:00 Mattia Binotto hefur sagt upp sem yfirmaður Scuderia Ferrari í Formúlu 1 eftir þrjú ár í starfi. Bryn Lennon/Getty Images Mattia Binotto hefur sagt upp starfi sínu sem yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum. Ferrari átti strembið tímabil sem endaði sérstaklega illa. Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes. Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes.
Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira