Hættir eftir skrautlegan vetur og röð mistaka Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 13:00 Mattia Binotto hefur sagt upp sem yfirmaður Scuderia Ferrari í Formúlu 1 eftir þrjú ár í starfi. Bryn Lennon/Getty Images Mattia Binotto hefur sagt upp starfi sínu sem yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum. Ferrari átti strembið tímabil sem endaði sérstaklega illa. Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes. Akstursíþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes.
Akstursíþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira