Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 00:11 Dyraverðir á Dönsku kránni voru pollrólegir þegar fréttastofa ræddi við þá í kvöld. Stöð 2/Ívar F Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð hafa gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað er við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Sunna Sæmundsdóttir skellti sér í bæinn í kvöld og tók meðal annars dyraverði tali: Addi, sem hefur verið dyravörður í sextán ár og stóð í dyrunum á Dönsku kránni í kvöld, segir að dyraverðir þar hai ekki viðhaft aukinn viðbúnað í kvöld. „Þetta verður sennilega venjulegt kvöld,“ segir hann. Hann segir ekki óþægilegt að standa vaktina í kvöld enda hafi hann mikla reynslu og staðan sé ekki ný af nálinni. Þó segir hann að hann hafi merkt breytingu á næturlífinu síðastliðin tíu ár. Sumir fara í stunguvesti en aðrir ekki Addi segir að ekki standi til að dyraverði á Dönsku kránni klæðist sérútbúnum varnarbúnaði á borð við stunguvesti eða sérstaka hanska. Það gerir Hjörtur Már, dyravörður á Lebowski bar, hins vegar í kvöld. Hann segist hafa gert það áður en nú sé í fyrsta skipti sem hann gerir það af sérstakri ástæðu. Hann segir stöðuna sem nú er komin upp vera mjög stressandi en að gott sé að vita af auknum viðbúnaði lögreglunnar um helgina. „Manni líður miklu betur með það,“ segir hann að lokum. Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð hafa gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað er við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Sunna Sæmundsdóttir skellti sér í bæinn í kvöld og tók meðal annars dyraverði tali: Addi, sem hefur verið dyravörður í sextán ár og stóð í dyrunum á Dönsku kránni í kvöld, segir að dyraverðir þar hai ekki viðhaft aukinn viðbúnað í kvöld. „Þetta verður sennilega venjulegt kvöld,“ segir hann. Hann segir ekki óþægilegt að standa vaktina í kvöld enda hafi hann mikla reynslu og staðan sé ekki ný af nálinni. Þó segir hann að hann hafi merkt breytingu á næturlífinu síðastliðin tíu ár. Sumir fara í stunguvesti en aðrir ekki Addi segir að ekki standi til að dyraverði á Dönsku kránni klæðist sérútbúnum varnarbúnaði á borð við stunguvesti eða sérstaka hanska. Það gerir Hjörtur Már, dyravörður á Lebowski bar, hins vegar í kvöld. Hann segist hafa gert það áður en nú sé í fyrsta skipti sem hann gerir það af sérstakri ástæðu. Hann segir stöðuna sem nú er komin upp vera mjög stressandi en að gott sé að vita af auknum viðbúnaði lögreglunnar um helgina. „Manni líður miklu betur með það,“ segir hann að lokum.
Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira