Segir meiri hávaða í miðbænum eftir faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Hannes segir ástandið skelfilegt. ívar fannar arnarsson Íbúar í miðbænum kvarta sáran undan hávaða frá skemmtistöðum. Einn þeirra segir ástandið hafa versnað eftir covid faraldurinn og dæmi um að hóteleigendur hafi þurft að endurgreiða svefnvana gestum gistingu vegna hávaða. „Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“ Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“
Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira