Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 18:44 Stjörnutorg, að minnsta kosti í þeirri mynd sem við nú þekkjum, mun heyra sögunni til. Vísir/Vilhelm Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. Sautján veitingastaðir verða á hinu nýja Kúmen. Sumir veitingastaðanna voru einnig á Stjörnutorgi eða í mathöll Kringlunnar. Þar á meðal eru Sbarro, Te og Kaffi, Serrano, Subway, Kore, Kringlukráin, Finnsson Bistro, Rikki Chan og Local. Domino's á Stjörnutorgi lokaði eftir kvartöld í Kringlunni fyrir tæpum mánuði en á nýju svæði skjóta aðrir upp kollinum; staðir á borð við Ali Baba, Yuzu, Pastagerðina, Takkó og Flatey. Gert er ráð fyrir því að veitingasvæðið opni á allra næstu dögum. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar segir fréttir af lokun Stjörnutorgs hafa vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina. Breytingarnar á Stjörnutorgi eru liður í stærri breytingum, en á meðal þeirra er fyrirhugað afþreyingarsvæði. Aðspurð vill Baldvina ekki gefa mikið upp um svæðið á þessu stigi málsins en er fullviss um að vinnustaðir og vinahópar muni venja komur sínar á afþreyingarsvæðið. Það verði sem sagt ekki hugsað sem barnagæsla, sem enn verður á sínum stað, og nú í bættu rými. „Matarhlutinn verður með séropnunartíma, það verður opið til níu öll kvöld. Þannig að það eru að myndast tækifæri til að koma og fá sér að borða áður en maður fer að borða eða þegar það er búið að loka verslunum í Kringlunni. Það eykur fjölbreytnina í vali fyrir leikhúsferðir, upplagt að borða á Kúmen og fara í leikhús eða bíó - eða bara rölta til okkar úr hverfinu,“ segir Baldvina og hvetur alla til að mæta í kveðjuhófið á morgun. Reykjavík Kringlan Tímamót Veitingastaðir Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Sautján veitingastaðir verða á hinu nýja Kúmen. Sumir veitingastaðanna voru einnig á Stjörnutorgi eða í mathöll Kringlunnar. Þar á meðal eru Sbarro, Te og Kaffi, Serrano, Subway, Kore, Kringlukráin, Finnsson Bistro, Rikki Chan og Local. Domino's á Stjörnutorgi lokaði eftir kvartöld í Kringlunni fyrir tæpum mánuði en á nýju svæði skjóta aðrir upp kollinum; staðir á borð við Ali Baba, Yuzu, Pastagerðina, Takkó og Flatey. Gert er ráð fyrir því að veitingasvæðið opni á allra næstu dögum. Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar segir fréttir af lokun Stjörnutorgs hafa vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina. Breytingarnar á Stjörnutorgi eru liður í stærri breytingum, en á meðal þeirra er fyrirhugað afþreyingarsvæði. Aðspurð vill Baldvina ekki gefa mikið upp um svæðið á þessu stigi málsins en er fullviss um að vinnustaðir og vinahópar muni venja komur sínar á afþreyingarsvæðið. Það verði sem sagt ekki hugsað sem barnagæsla, sem enn verður á sínum stað, og nú í bættu rými. „Matarhlutinn verður með séropnunartíma, það verður opið til níu öll kvöld. Þannig að það eru að myndast tækifæri til að koma og fá sér að borða áður en maður fer að borða eða þegar það er búið að loka verslunum í Kringlunni. Það eykur fjölbreytnina í vali fyrir leikhúsferðir, upplagt að borða á Kúmen og fara í leikhús eða bíó - eða bara rölta til okkar úr hverfinu,“ segir Baldvina og hvetur alla til að mæta í kveðjuhófið á morgun.
Reykjavík Kringlan Tímamót Veitingastaðir Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49 Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Stjörnutorg verður að Kúmen Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 15. nóvember 2022 10:49
Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. 26. október 2022 17:42