Lífið

Fæddi í fangi eigin­mannsins á bað­gólfinu heima

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katla sagði frá fæðingu sinni í þættinum Ísland í dag.
Katla sagði frá fæðingu sinni í þættinum Ísland í dag. Samsett/Stöð 2

Hönnuðurinn Katla Hreiðarsdóttir ákvað að eiga seinni son sinn heima. Hún fékk með sér tvær heimafæðingarljósmæður, önnur þeirra var nágrannakonan í næsta húsi.

„Mig langaði að upplifa aðeins öðruvísi fæðingu heldur en inni á spítala í stressinu sem getur fylgt þar,“ segir Katla um þessa ákvörðun. 

„Þetta var mjög rómó, dásamlega bjartur og fallegur dagur. Sólin skein hér inn um gluggana. Þetta var alveg yndislegt.“

Fæðingin byrjaði í stóru vatnsbaði í stofunni og færðist síðan á klósettið. Hvorugt gekk og endaði Katla svo að fæða á baðherbergisgólfinu þar sem Haukur eiginmaður hennar hélt utan um hana. 

„Það er náttúrulega engin verkjastilling sem fylgir heimafæðingu. Eins og ég var „út-gösuð“ og með nóg af mænudeyfingu í síðustu fæðingu, þá var ekkert svoleiðis núna.“

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti þau hjónin og fékk að heyra fæðingarsöguna Einnig skoðaði hún fallegt gamalt hús þeirra hjóna sem þau hafa verið að innrétta á einstakan hátt. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Fyrri fæðing Kötlu var einnig einstök og vakti athygli hér á Vísi þar sem hún sýndi frá fæðingunni í beinni á Instagram. 


Tengdar fréttir

Katla sýndi frá fæðingunni á Instagram

Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður og eigandi Volcano Design og Systur & Makar og unnusti hennar Haukur Unnar Þorkelsson eignuðust sitt fyrsta barn saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×