Ökumaður í vímu velti bílnum, ók á ljósastaur og á húsvegg Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 06:16 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu við sögu. Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira