Ragga Ragnars fékk líflátshótanir eftir myndatökur í Yellowstone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 16:14 Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi afreksmaður í sundi, fékk líflátshótanir frá notendum á Instagram eftir að hún baðst afsökunar á því að hafa gengið um hverasvæðið í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði. Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira