Önnur Bob-skipti hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 14:55 Bob Chapek hafði stýrt Disney-skútunni í tæpt ár þegar honum var sagt upp í gær. Getty/Michael Buckner Stjórn Disney tilkynnti í gær að Bob Chapek, forstjóra, hefði verið sagt upp störfum. Í stað hans yrði Bob Iger, fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi stjórnarformaður, ráðinn aftur til starfa. Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney. Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæpt ár er síðan Bob Chapek tók við af Bob Iger en á þeim tíma hafði Iger starfað áfram hjá Disney og setið í stjórn fyrirtækisins. Á þessu ári hafði Disney staðið vel en ársfjórðungsuppgjör sem birt var í síðasta mánuði olli þó vonbrigðum. Samkvæmt Wall Street Journal kom yfirlýsing stjórnar Disney fjárfestum á óvart í gær. Chapek hefur starfað hjá Disney í 28 ár og var hann einungis sjöundi forstjórinn í tæplega hundrað ára sögu fyrirtækisins. Skemmtigarðar Disney eru sagðir hafa blómstrað í kjölfar faraldurs Covid-19 en það sama má ekki segja um streymisveitu Disney, Disney plus. Hún tapaði 1,47 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og hafði tapið tvöfaldast milli ára. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Frá því síðasta ársfjórðungsuppgjör Disney var birt hefur virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkað um þrettán prósent. Á þessu ári hefur virði þeirra lækkað um 41 prósent. Heimildarmenn WSJ segja að fjárfestingasjóðurinn Trian Fund Management LP hafi á þessu ári keypt hlutabréf í Disney fyrir meira en átta hundruð milljónir dala og eigi rétt undir fimm prósentum í fyrirtækinu. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir vilja stækka eignarhlut sinn og koma manni í stjórn Disney. Þeir vilja taka til í rekstri Disney og draga úr kostnaði. Forsvarsmenn sjóðsins eru sagðir andvígir því að Bob Iger taki aftur við stjórn Disney.
Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira